Eiði og Ómari vísað úr réttarsal: Lárus ekki ákærður því hann er of þungur Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2014 13:52 Ómar Ragnarsson og Eiður Svanberg Guðnason fyrir utan þingsalinn í morgun. Vísir/GVA Í dag er réttað yfir nímenningunum svokölluðu, þeim sem mótmæltu vegaframkvæmdum í Gálgahrauni á Álftanesi. Fólkið er ákært vegna mótmælanna sem fram fóru 21. október í fyrra. Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, tóku virkan þátt í mótmælunum. Þeir mættu í dómshúsið í morgun en var vísað frá vegna þess að seinna í dag eiga þeir að bera vitni í málinu. Ómar segir þá félaga ekki mega fylgjast með vegna þess að þeir hafa verið kvaddir til sem vitni. „Við vorum tveir sem vorum reknir út, ég og Eiður Guðnason,“ segir Ómar sem telur þetta hinn mesta skrípaleik. Auk þeirra var fleirum sem bera áttu vitni vísað úr þingsal. Ómar nefnir sem dæmi að svo virðist sem ákært sé í málinu út frá þyngd manna. Hvernig má það vera?Lárus borin af vettvangi í október.Vísir/GVA„Hjónin Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson settust niður tvisvar í Gálgahrauni. Hún var handtekin og færð niður á lögreglustöð. En, þeir nenntu ekki að bera Lárus af því að hann er svo þungur. Það var því ekki farið með hann niður á lögreglustöð þó hann væri staðinn að nákvæmlega sama broti, innan gæsalappa, og hann. Þess vegna er hún ákærð en ekki hann. Fáránleiki þessa máls er alger,“ segir Ómar. „Þau eru ákærð fyrir að hafa brotið ítrekað gegn skipun um að fara af svæðinu. Við 25 vorum öll búin að brjóta ítrekað gegn þessu banni. Mér finnst þessi ákæra algjör steypa.“ Og finnst fáránlegt að sitja ekki á sakamannabekk ásamt þeim hinum? „Já. Og enn fáránlegra er að Lárus Vilhjálmsson skuli ekki vera þar líka, vegna stærðar sinnar. Þarna er fólki mismunað. Mismununin beinist gegn henni, af hverju er hún ákærð bara fyrir að vera svona létt?“ Tengdar fréttir „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59 Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18 "Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27 "Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Í dag er réttað yfir nímenningunum svokölluðu, þeim sem mótmæltu vegaframkvæmdum í Gálgahrauni á Álftanesi. Fólkið er ákært vegna mótmælanna sem fram fóru 21. október í fyrra. Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, tóku virkan þátt í mótmælunum. Þeir mættu í dómshúsið í morgun en var vísað frá vegna þess að seinna í dag eiga þeir að bera vitni í málinu. Ómar segir þá félaga ekki mega fylgjast með vegna þess að þeir hafa verið kvaddir til sem vitni. „Við vorum tveir sem vorum reknir út, ég og Eiður Guðnason,“ segir Ómar sem telur þetta hinn mesta skrípaleik. Auk þeirra var fleirum sem bera áttu vitni vísað úr þingsal. Ómar nefnir sem dæmi að svo virðist sem ákært sé í málinu út frá þyngd manna. Hvernig má það vera?Lárus borin af vettvangi í október.Vísir/GVA„Hjónin Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson settust niður tvisvar í Gálgahrauni. Hún var handtekin og færð niður á lögreglustöð. En, þeir nenntu ekki að bera Lárus af því að hann er svo þungur. Það var því ekki farið með hann niður á lögreglustöð þó hann væri staðinn að nákvæmlega sama broti, innan gæsalappa, og hann. Þess vegna er hún ákærð en ekki hann. Fáránleiki þessa máls er alger,“ segir Ómar. „Þau eru ákærð fyrir að hafa brotið ítrekað gegn skipun um að fara af svæðinu. Við 25 vorum öll búin að brjóta ítrekað gegn þessu banni. Mér finnst þessi ákæra algjör steypa.“ Og finnst fáránlegt að sitja ekki á sakamannabekk ásamt þeim hinum? „Já. Og enn fáránlegra er að Lárus Vilhjálmsson skuli ekki vera þar líka, vegna stærðar sinnar. Þarna er fólki mismunað. Mismununin beinist gegn henni, af hverju er hún ákærð bara fyrir að vera svona létt?“
Tengdar fréttir „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59 Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18 "Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27 "Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59
Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18
"Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27
"Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30
„Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17
Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24