Íslendingar á Facebook ósáttir með ummæli Sigmundar Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 23:19 Sigmundur segir ýmis tækifæri felast í hnattrænni hlýnun fyrir Íslendinga. Vísir/Daníel Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“ Loftslagsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“
Loftslagsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira