Íslendingar á Facebook ósáttir með ummæli Sigmundar Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 23:19 Sigmundur segir ýmis tækifæri felast í hnattrænni hlýnun fyrir Íslendinga. Vísir/Daníel Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“ Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“
Loftslagsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira