Er þetta nýi Indiana Jones? 26. mars 2014 15:00 Harrison Ford og Bradley Cooper Vísir/Getty Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er leikarinn góðkunni Bradley Cooper líklegur arftaki Harrisons Ford í hlutverk hins ævintýragjarna prófessors, Indiana Jones. Fimmta kvikmyndin um ævintýri hins sívinsæla Indiana Jones er væntanleg, en síðasta mynd kom út árið 2008 og heitir Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Talsmenn leikaranna tveggja hafa ekkert viljað segja um hvort eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en Ford ýjaði þó að því í viðtali á dögunum að hann væri ekki dauður úr öllum æðum. „Við höfum fylgt karakternum eftir og séð hann vaxa og dafna í mörg ár. Mér finnst enn í lagi að hann snúi aftur í frábærri mynd, þar sem hann þarf kannski ekki að slást jafnmikið,“ sagði Harrison Ford í viðtali við The Telegraph, en leikarinn verður 72 ára gamall í júlí á þessu ári. Á slúðurmiðlinum Latino Review segir þó að tíminn sé að renna út fyrir Ford. „Það er tímarammi og ef að Indiana Jones 5 verður ekki enn tilbúin, eru kvikmyndaverin 100 prósent tilbúin til þess að ráða inn yngri Dr. Jones.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er leikarinn góðkunni Bradley Cooper líklegur arftaki Harrisons Ford í hlutverk hins ævintýragjarna prófessors, Indiana Jones. Fimmta kvikmyndin um ævintýri hins sívinsæla Indiana Jones er væntanleg, en síðasta mynd kom út árið 2008 og heitir Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Talsmenn leikaranna tveggja hafa ekkert viljað segja um hvort eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en Ford ýjaði þó að því í viðtali á dögunum að hann væri ekki dauður úr öllum æðum. „Við höfum fylgt karakternum eftir og séð hann vaxa og dafna í mörg ár. Mér finnst enn í lagi að hann snúi aftur í frábærri mynd, þar sem hann þarf kannski ekki að slást jafnmikið,“ sagði Harrison Ford í viðtali við The Telegraph, en leikarinn verður 72 ára gamall í júlí á þessu ári. Á slúðurmiðlinum Latino Review segir þó að tíminn sé að renna út fyrir Ford. „Það er tímarammi og ef að Indiana Jones 5 verður ekki enn tilbúin, eru kvikmyndaverin 100 prósent tilbúin til þess að ráða inn yngri Dr. Jones.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira