Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Einn þriggja virkjunarkosta í Þjórsá sem hafa valdið miklum deilum. fréttablaðið/anton Meirihluti atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar í gær að hann hygðist færa átta virkjanakosti úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Tillagan var hvorki á dagskrá nefndarinnar né lögð fram skriflega. Þá yrði hagsmunaðilum gefin vika til að veita tillögunni umsögn. Í mars á þessu ári lagði verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) til að Hvammsvirkjun færi í orkunýtingarflokk. Í tillögu meirihlutans er sjö kostum til viðbótar bætt við; Urriðafossi og Holtavirkjun sem eru í Þjórsá, Hagavatni og Hólmsá og að auki hálendisvirkjununum; Skrokköldu og Hágöngum, sem eru tveir virkjanakostir. Stjórnarandstaðan brást harkalega við undir liðnum fundarstjórn forseta, talaði um valdníðslu og sagði friðinn um rammaáætlun rofinn. Hún kallaði ítrekað eftir því að forseti þingsins gripi í taumana, hlé yrði gert á þingfundi og fundað með þingflokksformönnum um að tillagan fengi þinglega meðferð.Jón GunnarssonJón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir tillöguna ekki eiga að koma stjórnarandstöðunni á óvart.„Þessir átta virkjanakostir áttu að vera í nýtingarflokki en voru við málsmeðferð ráðherra í síðustu ríkisstjórn færðir í biðflokk.“Jón segir atvinnuveganefnd hafa haft þessar tillögur til málsmeðferðar lengi, nefndin væri búin að fá til sín tugi gesta og umsagna og þau atriði sem út af standa vegna afgreiðslu þeirra eigi ekki heima á vettvangi rammaáætlunar, heldur heyri þau undir umhverfismat framkvæmda.„Öll þessi atriði á eftir að skoða ef og þegar umhverfismat fer fram um þessa virkjanakosti. Í rammaáætlun á að fara yfir hvaða kostir eru álitlegir til frekari skoðunar, þetta er engin ákvörðun um að á þessum stöðum verði virkjað,“ segir Jón.Aðspurður um af hverju málið beri svo bratt að sem raun ber vitni segir Jón að minnihluta nefndarinnar hafi margoft verið greint frá þessum fyrirætlunum meirihlutans.„Það var bara orðið tímabært að greina frá því að meirihlutinn hafi það í hyggju að fjölga kostum í nýtingarflokki. Þetta er ekkert sem er að gerast með neinum annarlegum vinnubrögðum, þetta er búið að eiga sér þó nokkurn aðdraganda.“Katrín JakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir meirihlutann vera að kippa inn sjö nýjum kostum þvert á tillögur verkefnastjórnarinnar. „Verkefnastjórnin er bara búin að skila inn tillögu um Hvammsvirkjun og í greinargerð um hana segir að það vanti gögn til að taka ákvörðun um hina kostina.“ Katrín segir það alvarlegt mál að meirihluti atvinnuveganefndar ætli sér að ganga þvert á lög um rammaáætlun. „Þegar lögin um rammaáætlun voru samþykkt þá byggðu þau á heildstæðri hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Þær virkjanir sem færðar voru úr nýtingarflokki í biðflokk byggðu á umsögnum sem bárust um málið og gefinn var talsvert lengri tími en ein vika til að veita þær umsagnir. Samkvæmt lögunum ber þinginu að senda málið í umsagnarferli eftir að það kemur frá verkefnisstjórn.“Meðal þess sem þeir stjórnarþingmenn sem til máls tóku vísuðu í máli sínu til stuðnings var bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans, sem kom út í fyrra. Í henni greindi Össur frá því hvernig samið var um það milli Samfylkingar og Vinstri grænna að færa Þjórsárvirkjanir úr nýtingarflokki á móti því að umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið áfram. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar í gær að hann hygðist færa átta virkjanakosti úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Tillagan var hvorki á dagskrá nefndarinnar né lögð fram skriflega. Þá yrði hagsmunaðilum gefin vika til að veita tillögunni umsögn. Í mars á þessu ári lagði verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) til að Hvammsvirkjun færi í orkunýtingarflokk. Í tillögu meirihlutans er sjö kostum til viðbótar bætt við; Urriðafossi og Holtavirkjun sem eru í Þjórsá, Hagavatni og Hólmsá og að auki hálendisvirkjununum; Skrokköldu og Hágöngum, sem eru tveir virkjanakostir. Stjórnarandstaðan brást harkalega við undir liðnum fundarstjórn forseta, talaði um valdníðslu og sagði friðinn um rammaáætlun rofinn. Hún kallaði ítrekað eftir því að forseti þingsins gripi í taumana, hlé yrði gert á þingfundi og fundað með þingflokksformönnum um að tillagan fengi þinglega meðferð.Jón GunnarssonJón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir tillöguna ekki eiga að koma stjórnarandstöðunni á óvart.„Þessir átta virkjanakostir áttu að vera í nýtingarflokki en voru við málsmeðferð ráðherra í síðustu ríkisstjórn færðir í biðflokk.“Jón segir atvinnuveganefnd hafa haft þessar tillögur til málsmeðferðar lengi, nefndin væri búin að fá til sín tugi gesta og umsagna og þau atriði sem út af standa vegna afgreiðslu þeirra eigi ekki heima á vettvangi rammaáætlunar, heldur heyri þau undir umhverfismat framkvæmda.„Öll þessi atriði á eftir að skoða ef og þegar umhverfismat fer fram um þessa virkjanakosti. Í rammaáætlun á að fara yfir hvaða kostir eru álitlegir til frekari skoðunar, þetta er engin ákvörðun um að á þessum stöðum verði virkjað,“ segir Jón.Aðspurður um af hverju málið beri svo bratt að sem raun ber vitni segir Jón að minnihluta nefndarinnar hafi margoft verið greint frá þessum fyrirætlunum meirihlutans.„Það var bara orðið tímabært að greina frá því að meirihlutinn hafi það í hyggju að fjölga kostum í nýtingarflokki. Þetta er ekkert sem er að gerast með neinum annarlegum vinnubrögðum, þetta er búið að eiga sér þó nokkurn aðdraganda.“Katrín JakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir meirihlutann vera að kippa inn sjö nýjum kostum þvert á tillögur verkefnastjórnarinnar. „Verkefnastjórnin er bara búin að skila inn tillögu um Hvammsvirkjun og í greinargerð um hana segir að það vanti gögn til að taka ákvörðun um hina kostina.“ Katrín segir það alvarlegt mál að meirihluti atvinnuveganefndar ætli sér að ganga þvert á lög um rammaáætlun. „Þegar lögin um rammaáætlun voru samþykkt þá byggðu þau á heildstæðri hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Þær virkjanir sem færðar voru úr nýtingarflokki í biðflokk byggðu á umsögnum sem bárust um málið og gefinn var talsvert lengri tími en ein vika til að veita þær umsagnir. Samkvæmt lögunum ber þinginu að senda málið í umsagnarferli eftir að það kemur frá verkefnisstjórn.“Meðal þess sem þeir stjórnarþingmenn sem til máls tóku vísuðu í máli sínu til stuðnings var bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans, sem kom út í fyrra. Í henni greindi Össur frá því hvernig samið var um það milli Samfylkingar og Vinstri grænna að færa Þjórsárvirkjanir úr nýtingarflokki á móti því að umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið áfram.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira