Þriggja ára fangelsi fyrir hnífstunguárás á Ólafsfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2014 17:30 Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Vísir/GK Hlynur Geir Sigurðarson, 24 ára gamall karlmaður, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ólafsfirði sumarið 2012. Hlynur stakk mann um tvítugt fjórum sinnum og var hann ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað í heimahúsi við Aðalgötu á Ólafsfirði þann 30. júní 2012. Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Smaug hnífurinn í gegnum kviðvegg og inn í lifur. Fyrir vikið hafi fórnarlambið hlotið blæðingu á lifur sem geti leitt til dauða ef ekki sé brugðist við með skjótum hætti. Skjót viðbrögð urðu þó til þess að maðurinn var ekki talinn í lífshættu eftir að hann komst undir læknishendur á Akureyri segir í ákæru ríkissaksóknara. Árásin orsakaði einnig þriggja til fjöggurra sentímetra langa stunguáverka á hægri brjóstkassa, álíka langan skurð á hægri síðu og aðra minni áverka á fyrrgreinda líkamshluta. Ríkissaksóknari benti á að fjórar stungur bentu til ásetnings til manndráps sem hafi sem betur fer ekki orðið manninum að bara. Fjölskipaður dómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að sakfella fyrir tilraun til manndráps meðal annars þar sem maðurinn hefði aldrei verið í lífshættu. Áverkarnir hefðu ekki verið lífshættulegir. Hlynur var með sex mánuði á skilorði sem hann rauf með broti sínu. Þeir voru dæmdir upp í refsinguna, þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Tengdar fréttir Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49 Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Hlynur Geir Sigurðarson, 24 ára gamall karlmaður, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ólafsfirði sumarið 2012. Hlynur stakk mann um tvítugt fjórum sinnum og var hann ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað í heimahúsi við Aðalgötu á Ólafsfirði þann 30. júní 2012. Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Smaug hnífurinn í gegnum kviðvegg og inn í lifur. Fyrir vikið hafi fórnarlambið hlotið blæðingu á lifur sem geti leitt til dauða ef ekki sé brugðist við með skjótum hætti. Skjót viðbrögð urðu þó til þess að maðurinn var ekki talinn í lífshættu eftir að hann komst undir læknishendur á Akureyri segir í ákæru ríkissaksóknara. Árásin orsakaði einnig þriggja til fjöggurra sentímetra langa stunguáverka á hægri brjóstkassa, álíka langan skurð á hægri síðu og aðra minni áverka á fyrrgreinda líkamshluta. Ríkissaksóknari benti á að fjórar stungur bentu til ásetnings til manndráps sem hafi sem betur fer ekki orðið manninum að bara. Fjölskipaður dómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að sakfella fyrir tilraun til manndráps meðal annars þar sem maðurinn hefði aldrei verið í lífshættu. Áverkarnir hefðu ekki verið lífshættulegir. Hlynur var með sex mánuði á skilorði sem hann rauf með broti sínu. Þeir voru dæmdir upp í refsinguna, þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi.
Tengdar fréttir Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49 Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20