Á átján pör af Nike-skóm Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2014 10:00 Ragna er dugleg við að losa sig við gömul skópör um leið og hún kaupir ný. Vísir/GVA „Þetta hefur þróast hægt og rólega af sjálfu sér eiginlega. Ég kom einstaklega vel skóuð úr ferð minni til Tókýó árið 2007 og þá kannski kviknaði áhuginn af alvöru,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7. Hún er mikill aðdáandi skóbúnaðar frá Nike og er dugleg að kaupa sér ný pör í safnið. „Eins og staðan er í dag á ég átján pör. Úff, ég hefði ekki átt að telja þetta. Ég reyni samt helst að losa mig við einhver gömul og mikið notuð um leið og ég kaupi mér ný. Annars fer þetta að taka svo mikið skápapláss,“ segir Ragna. En notar hún öll pörin? „Mig langar að segja já, en svo er ekki. Ég hef alveg átt það til að vera hvatvís á síðasta degi í útlöndum og keypt flotta skó sem virðast svo ekki passa við neitt eða eru örlítið of litlir og valda því óþægindum. Snædís systir, sem notar hálfu númeri minna en ég, nýtur þá góðs af og tekur glöð við þeim.“ Aðspurð hvaða par hún haldi mest upp á stendur ekki á svörunum. „Nýjasta parið er alltaf í uppáhaldi, þó svo að ég sé ansi hrifin að Nike Dunk Sky Hi-skónum.“ Það kom því Rögnu lítið á óvart þegar hún var beðin um að troða upp á Sneakerball-tónleikum Nike í Hörpu föstudaginn 11. júlí. Þar svífur Nike-andinn yfir vötnum og þurfa allir gestir tónleikanna að mæta í Nike-skóm – annars komast þeir ekki inn. Ragna er byrjuð að hugsa um hvaða skópari hún ætli að klæðast á tónleikunum. „Ég hef einhvern grun um það. Hvað varðar þessa tónleika þá verð ég að hugsa fyrst um hvaða skó ég ætla í og síðan hvaða föt passa við þá, öfugt við það sem ég geri venjulega,“ segir Ragna en einnig koma DJ Margeir, John Grant, Ásdís María og Unnsteinn Manuel fram á tónleikunum. „Ég er alveg viss um að þetta verður einstakur viðburður. Ég kem fram með hljómsveit en við erum ekki alveg búin að ákveða prógrammið. Munum þó sennilega skilja rólegu lögin eftir heima.“ Fyrirmyndin að tónleikunum er frá Pompidou-safninu í París en myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira
„Þetta hefur þróast hægt og rólega af sjálfu sér eiginlega. Ég kom einstaklega vel skóuð úr ferð minni til Tókýó árið 2007 og þá kannski kviknaði áhuginn af alvöru,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7. Hún er mikill aðdáandi skóbúnaðar frá Nike og er dugleg að kaupa sér ný pör í safnið. „Eins og staðan er í dag á ég átján pör. Úff, ég hefði ekki átt að telja þetta. Ég reyni samt helst að losa mig við einhver gömul og mikið notuð um leið og ég kaupi mér ný. Annars fer þetta að taka svo mikið skápapláss,“ segir Ragna. En notar hún öll pörin? „Mig langar að segja já, en svo er ekki. Ég hef alveg átt það til að vera hvatvís á síðasta degi í útlöndum og keypt flotta skó sem virðast svo ekki passa við neitt eða eru örlítið of litlir og valda því óþægindum. Snædís systir, sem notar hálfu númeri minna en ég, nýtur þá góðs af og tekur glöð við þeim.“ Aðspurð hvaða par hún haldi mest upp á stendur ekki á svörunum. „Nýjasta parið er alltaf í uppáhaldi, þó svo að ég sé ansi hrifin að Nike Dunk Sky Hi-skónum.“ Það kom því Rögnu lítið á óvart þegar hún var beðin um að troða upp á Sneakerball-tónleikum Nike í Hörpu föstudaginn 11. júlí. Þar svífur Nike-andinn yfir vötnum og þurfa allir gestir tónleikanna að mæta í Nike-skóm – annars komast þeir ekki inn. Ragna er byrjuð að hugsa um hvaða skópari hún ætli að klæðast á tónleikunum. „Ég hef einhvern grun um það. Hvað varðar þessa tónleika þá verð ég að hugsa fyrst um hvaða skó ég ætla í og síðan hvaða föt passa við þá, öfugt við það sem ég geri venjulega,“ segir Ragna en einnig koma DJ Margeir, John Grant, Ásdís María og Unnsteinn Manuel fram á tónleikunum. „Ég er alveg viss um að þetta verður einstakur viðburður. Ég kem fram með hljómsveit en við erum ekki alveg búin að ákveða prógrammið. Munum þó sennilega skilja rólegu lögin eftir heima.“ Fyrirmyndin að tónleikunum er frá Pompidou-safninu í París en myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira