Hátt til lofts og vítt til veggja Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 15:30 Hildur Elísa og Hilma Kristín spila báðar á klarínett. „Við erum mjög góðar vinkonur og ákváðum að nýta okkur það að við séum báðar í tónlistarnámi,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir en hún stofnaði klarínettudúettinn Dúó Nítsirkasíle ásamt vinkonu sinni Hilmu Kristínu Sveinsdóttur á dögunum. „Við sóttum síðan líka um skapandi sumarstarf í Kópavogi, þannig að við erum svona að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Hildur Elísa en stelpurnar spila mest ný verk eftir tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands og gamla klassík inni á milli en þær hafa þegar haldið tvenna tónleika sem Dúó Nítsirkasíle og verða þriðju tónleikarnir í kvöld klukkan 20. „Hún Ýr Jóhannsdóttir er með opna vinnustofu heima hjá sér á milli klukkan 17 og 20 og við spilum í beinu framhaldi af því,“ segir Hildur Elísa en á stofutónleikunum verða frumflutt tvö ný verk eftir Hlöðver Sigurðsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega fatahönnun en hún prjónar undir nafninu Ýrúrarí. Vinnustofan og tónleikarnir fara fram á heimili hennar að Ennishvarfi 13 í Vatnsendanum en aðspurð hvort Hildur Elísa sé ekki stressuð vegna plássleysis segir hún svo ekki vera. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja.“ Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við erum mjög góðar vinkonur og ákváðum að nýta okkur það að við séum báðar í tónlistarnámi,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir en hún stofnaði klarínettudúettinn Dúó Nítsirkasíle ásamt vinkonu sinni Hilmu Kristínu Sveinsdóttur á dögunum. „Við sóttum síðan líka um skapandi sumarstarf í Kópavogi, þannig að við erum svona að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Hildur Elísa en stelpurnar spila mest ný verk eftir tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands og gamla klassík inni á milli en þær hafa þegar haldið tvenna tónleika sem Dúó Nítsirkasíle og verða þriðju tónleikarnir í kvöld klukkan 20. „Hún Ýr Jóhannsdóttir er með opna vinnustofu heima hjá sér á milli klukkan 17 og 20 og við spilum í beinu framhaldi af því,“ segir Hildur Elísa en á stofutónleikunum verða frumflutt tvö ný verk eftir Hlöðver Sigurðsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega fatahönnun en hún prjónar undir nafninu Ýrúrarí. Vinnustofan og tónleikarnir fara fram á heimili hennar að Ennishvarfi 13 í Vatnsendanum en aðspurð hvort Hildur Elísa sé ekki stressuð vegna plássleysis segir hún svo ekki vera. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja.“
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“