Hátt til lofts og vítt til veggja Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 15:30 Hildur Elísa og Hilma Kristín spila báðar á klarínett. „Við erum mjög góðar vinkonur og ákváðum að nýta okkur það að við séum báðar í tónlistarnámi,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir en hún stofnaði klarínettudúettinn Dúó Nítsirkasíle ásamt vinkonu sinni Hilmu Kristínu Sveinsdóttur á dögunum. „Við sóttum síðan líka um skapandi sumarstarf í Kópavogi, þannig að við erum svona að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Hildur Elísa en stelpurnar spila mest ný verk eftir tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands og gamla klassík inni á milli en þær hafa þegar haldið tvenna tónleika sem Dúó Nítsirkasíle og verða þriðju tónleikarnir í kvöld klukkan 20. „Hún Ýr Jóhannsdóttir er með opna vinnustofu heima hjá sér á milli klukkan 17 og 20 og við spilum í beinu framhaldi af því,“ segir Hildur Elísa en á stofutónleikunum verða frumflutt tvö ný verk eftir Hlöðver Sigurðsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega fatahönnun en hún prjónar undir nafninu Ýrúrarí. Vinnustofan og tónleikarnir fara fram á heimili hennar að Ennishvarfi 13 í Vatnsendanum en aðspurð hvort Hildur Elísa sé ekki stressuð vegna plássleysis segir hún svo ekki vera. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja.“ Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum mjög góðar vinkonur og ákváðum að nýta okkur það að við séum báðar í tónlistarnámi,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir en hún stofnaði klarínettudúettinn Dúó Nítsirkasíle ásamt vinkonu sinni Hilmu Kristínu Sveinsdóttur á dögunum. „Við sóttum síðan líka um skapandi sumarstarf í Kópavogi, þannig að við erum svona að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Hildur Elísa en stelpurnar spila mest ný verk eftir tónsmíðanemendur í Listaháskóla Íslands og gamla klassík inni á milli en þær hafa þegar haldið tvenna tónleika sem Dúó Nítsirkasíle og verða þriðju tónleikarnir í kvöld klukkan 20. „Hún Ýr Jóhannsdóttir er með opna vinnustofu heima hjá sér á milli klukkan 17 og 20 og við spilum í beinu framhaldi af því,“ segir Hildur Elísa en á stofutónleikunum verða frumflutt tvö ný verk eftir Hlöðver Sigurðsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Ýr Jóhannsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlega fatahönnun en hún prjónar undir nafninu Ýrúrarí. Vinnustofan og tónleikarnir fara fram á heimili hennar að Ennishvarfi 13 í Vatnsendanum en aðspurð hvort Hildur Elísa sé ekki stressuð vegna plássleysis segir hún svo ekki vera. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja.“
Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira