Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Randver Kári Randversson skrifar 21. ágúst 2014 19:32 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Pjetur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sem lögð var fram þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á fundi Borgarráðs í dag, eru vinnubrögðin sem viðhöfð voru við rannsóknina sögð ómarktæk. Um 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru í rannsókninni falli utan þess tímabils sem höfundi var falið að skoða, og um 40% af rannsóknarandlaginu fjalli um umræðuna um byggingu mosku í Reykjavík og hafi Moskumálið svokallaða verið skoðað yfir lengra tímabil en aðrir hlutar rannsóknarinnar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar um fyrirhugaða byggingu mosku í Reykjavík hafi einkennst af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum hafi verið látin falla sem geti mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Borgarráðsfulltrúar annarra flokka lögðu fram sameiginlega bókun þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að niðurstöður greiningarinnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu. Bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina hljóðar svo í heild:Um leið og við fögnum umræðu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, þá teljum við að niðurstöðu skýrslunnar (bls. 24-25) megi draga verulega í efa, þar sem tæp 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru féllu fyrir utan það tímabil (1. mars 2013-1. mars 2014) sem skýrsluhöfundi var falið að skoða. Alls voru skoðuð 14.815 ummæli og af þeim voru 5.725 tengd umræðu um byggingu mosku í Reykjavík í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2014 og er það 40% af rannsóknarandlaginu. Við skýrslugerðina var fylgst með umræðu um byggingu mosku fram í júlí 2014 en önnur rannsóknarandlög ekki skoðuð á framlengdu tímabili. Eru slík vinnubrögð ómarktæk og gera annars góða vinnu afar haldlita við greiningu verkefnisins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:Borgarráðsfulltrúarnir þakka fyrir mikilvægt framlag til greiningar á hatursorðræðu í samfélaginu. Brýnt er að niðurstöðurnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu og að Reykjavíkurborg láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Tengdar fréttir Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Í bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sem lögð var fram þegar niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á fundi Borgarráðs í dag, eru vinnubrögðin sem viðhöfð voru við rannsóknina sögð ómarktæk. Um 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru í rannsókninni falli utan þess tímabils sem höfundi var falið að skoða, og um 40% af rannsóknarandlaginu fjalli um umræðuna um byggingu mosku í Reykjavík og hafi Moskumálið svokallaða verið skoðað yfir lengra tímabil en aðrir hlutar rannsóknarinnar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar um fyrirhugaða byggingu mosku í Reykjavík hafi einkennst af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum hafi verið látin falla sem geti mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Borgarráðsfulltrúar annarra flokka lögðu fram sameiginlega bókun þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að niðurstöður greiningarinnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu. Bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina hljóðar svo í heild:Um leið og við fögnum umræðu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, þá teljum við að niðurstöðu skýrslunnar (bls. 24-25) megi draga verulega í efa, þar sem tæp 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru féllu fyrir utan það tímabil (1. mars 2013-1. mars 2014) sem skýrsluhöfundi var falið að skoða. Alls voru skoðuð 14.815 ummæli og af þeim voru 5.725 tengd umræðu um byggingu mosku í Reykjavík í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2014 og er það 40% af rannsóknarandlaginu. Við skýrslugerðina var fylgst með umræðu um byggingu mosku fram í júlí 2014 en önnur rannsóknarandlög ekki skoðuð á framlengdu tímabili. Eru slík vinnubrögð ómarktæk og gera annars góða vinnu afar haldlita við greiningu verkefnisins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:Borgarráðsfulltrúarnir þakka fyrir mikilvægt framlag til greiningar á hatursorðræðu í samfélaginu. Brýnt er að niðurstöðurnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu og að Reykjavíkurborg láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.
Tengdar fréttir Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20