Réðst að lögreglumönnum með hnífi: "Verst að þú átt ekki börn“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2014 16:33 Atvikin áttu sér stað á Ísafirði árið 2012. Kona sem ákærð var fyrir það meðal annars að hafa ráðist að tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf með hnífi, reynt að stinga þá og hótað þeim lífláti var sakfelld í dag fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Hún var einnig sakfelld fyrir það að hafa ráðist að manni á heimili hans með hnífi og skærum og hótað honum lífláti. Atburðurinn átti sér stað á Ísafirði þann 20. janúar 2012. Lögregla var um miðnætti kölluð að heimili manns sem kvað konuna hafa veist að sér og hótað að drepa hann. Konan, sem var svartklædd frá toppi til táar, var farin af vettvangi þegar lögregla kom. Var samstundis hafin leit að konunni en hún hringdi síðan sjálf í varðstjóra og tjáði honum að hún hefði haft í hyggju að drepa manninn sem hún hafði heimsótt fyrr um kvöldið. Hún sagðist einnig ætla að drepa nágranna sína eða lögreglumenn ef þeir skiptu sér af henni. Þegar lögreglumenn komu að heimili hennar tók hún á móti þeim með búrhníf en var yfirbuguð og handjárnuð. Við skýrslutöku daginn eftir bar konan við minnisleysi vegna áfengis og lyfjaneyslu. „Verst að þú átt ekki börn“ Konan var ákærð í sama máli fyrir að hafa hótað lögreglumönnum seinna sama ár. En þann 12. nóvember komu lögreglumenn að henni þar sem hún lá hreyfingarlaus í snjóskafli. Þegar þeir reistu hana við tók hún æðiskast og hótaði lögreglumönnunum barsmíðum. Hótanir konunnar beindust ekki aðeins að lífi og heilsu lögreglumannanna heldur einnig að eignum þeirra og fleira. „Verst að þú átt ekki börn“ og „ég ætla að kveikja í húsinu þínu,“ var meðal þess sem hún sagði við lögreglukonu og horfði beint í augun á henni. Í dóminum segir: „Þetta hafi hún túlkað sem beinar hótanir gagnvart sér og sinni fjölskyldu. Ákærða viti hvar hún og fjölskylda hennar búi og þekki vel til fjölskyldu hennar.“ Var þó aðeins sakfellt fyrir hótun um íkveikju en sýknað fyrir hin ummælin. Aftur bar hún við minnisleysi vegna lyfja- og áfengisneyslu en sagðist trúa því að hún hafi sagt þetta. Sagðist hún jafnframt verða „vitlaus með víni stundum.“ Konan hefur fjórum sinnum áður sætt refsingu fyrir hin ýmsu brot þar á meðal hættulega líkamsárás árið 2011 og nytjastuld. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kona sem ákærð var fyrir það meðal annars að hafa ráðist að tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf með hnífi, reynt að stinga þá og hótað þeim lífláti var sakfelld í dag fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Hún var einnig sakfelld fyrir það að hafa ráðist að manni á heimili hans með hnífi og skærum og hótað honum lífláti. Atburðurinn átti sér stað á Ísafirði þann 20. janúar 2012. Lögregla var um miðnætti kölluð að heimili manns sem kvað konuna hafa veist að sér og hótað að drepa hann. Konan, sem var svartklædd frá toppi til táar, var farin af vettvangi þegar lögregla kom. Var samstundis hafin leit að konunni en hún hringdi síðan sjálf í varðstjóra og tjáði honum að hún hefði haft í hyggju að drepa manninn sem hún hafði heimsótt fyrr um kvöldið. Hún sagðist einnig ætla að drepa nágranna sína eða lögreglumenn ef þeir skiptu sér af henni. Þegar lögreglumenn komu að heimili hennar tók hún á móti þeim með búrhníf en var yfirbuguð og handjárnuð. Við skýrslutöku daginn eftir bar konan við minnisleysi vegna áfengis og lyfjaneyslu. „Verst að þú átt ekki börn“ Konan var ákærð í sama máli fyrir að hafa hótað lögreglumönnum seinna sama ár. En þann 12. nóvember komu lögreglumenn að henni þar sem hún lá hreyfingarlaus í snjóskafli. Þegar þeir reistu hana við tók hún æðiskast og hótaði lögreglumönnunum barsmíðum. Hótanir konunnar beindust ekki aðeins að lífi og heilsu lögreglumannanna heldur einnig að eignum þeirra og fleira. „Verst að þú átt ekki börn“ og „ég ætla að kveikja í húsinu þínu,“ var meðal þess sem hún sagði við lögreglukonu og horfði beint í augun á henni. Í dóminum segir: „Þetta hafi hún túlkað sem beinar hótanir gagnvart sér og sinni fjölskyldu. Ákærða viti hvar hún og fjölskylda hennar búi og þekki vel til fjölskyldu hennar.“ Var þó aðeins sakfellt fyrir hótun um íkveikju en sýknað fyrir hin ummælin. Aftur bar hún við minnisleysi vegna lyfja- og áfengisneyslu en sagðist trúa því að hún hafi sagt þetta. Sagðist hún jafnframt verða „vitlaus með víni stundum.“ Konan hefur fjórum sinnum áður sætt refsingu fyrir hin ýmsu brot þar á meðal hættulega líkamsárás árið 2011 og nytjastuld.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira