Brú yfir Kjálkafjörð opnuð fyrir verslunarmannahelgi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2014 20:15 Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn. Hún verður langþráð vegarbót sem vegfarendur fara að njóta eftir sjö vikur eða svo. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa tvo firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með verksamning upp á 2,5 milljarða króna hófu 40 starfsmenn Suðurverks verkið fyrir tveimur árum og þessa dagana er stórum áfanga að ljúka. Síðustu hlössin eru að fara í eins og hálfs kílómetra langa vegfyllingu með mikilli grjótvörn sem lokar Kjálkafirði. Samtímis er grafið frá nýrri eitthundrað metra langri brú, sem reist var á fyllingunni, en þar sem verulega munar á flóði og fjöru kemur þungur straumur um brúaropið. Brúin er þó sögð nægilega löng til að tryggja full vatnsskipti milli sjávarfalla. Já, það er rétt eins og flóðgáttir opnast þegar grafið er frá nýju Kjálkafjarðarbrúnni og nú líka fer að styttast í það að Vestfirðingar og aðrir landsmenn fari að njóta vegbótanna. Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að stefnt sé að því að opna fyrsta áfangann fyrir verslunarmannahelgi. Þeir Suðurverksmenn stefna að því að innan sjö vikna verði komið bundið slitlag á tíu til tólf kílómetra af þeim sextán sem verkið nær yfir.Sjórinn fossar inn í Kjálkafjörð um leið og mokað er frá nýju brúnni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og þá verður ekki langt í næsta áfanga, sem er að ljúka þverun hins fjarðarins, Mjóafjarðar, inn af Kerlingafirði, og steypa gólf á 140 metra langa brú. Sá áfangi verður tekinn í notkun í haust. „Þannig að menn geti nýtt sér þennan veg í vetur” segir Gísli. Þar með verða vegfarendur lausir við 24 kílómetra af lélegum malarvegi, um einn kílómetri þó sennilega látinn bíða til næsta vors, en þá verða um 30 kílómetrar eftir ómalbikaðir á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira