Skemmdarverk unnin á listaverkum nemenda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2014 17:05 Lukka Sigurðardóttir og verkið hennar, Peace Piece. mynd/lukka Skemmdarverk voru unnin á listaverkum tveggja nemenda á foropnun útskriftarsýningar nemenda á BA-stigi í hönnun, arkitektúr og myndlist síðastliðinn fimmtudag. Útskriftarsýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur og stendur hún yfir í tvær vikur. Lukka Sigurðardóttir á verkið Peace Piece og er hún önnur þeirra sem varð fyrir barðinu á ódæðismönnunum. Verk hennar fjallar um frið og er það hvít brotakúla úr gifsi. „Tveir menn smygluðu sér á sýninguna og stukku upp á kúluna þannig að hún dældaðist. Kúlan hangir á keðju sem er olíuborin og varð kúlan því töluvert kámug,“ segir Lukka. Hún telur mennina vera af erlendu bergi brotna og telur allar líkur á að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis.Lukka segir að skornast hafi upp úr kúlunni og að hafi hún orðið töluvert kámug eftir verknaðinn.mynd/lukkaHún segir að töluvert mikið af fólki hafi verið á sýningunni, en viðstaddir hafi talið að um gjörning væri að ræða og var þetta því ekki stöðvað af. Framkvæmd verksins tók Lukku þrjár vikur og var þetta því töluvert áfall fyrir hana þegar hún sá hvað hefði gerst. Lukka ætlar að kæra verknaðinn finni hún út hverjir mennirnir eru. „Ég var virkilega sár en er þó fegin að þetta voru fullir menn sem kunna sig ekki frekar heldur en samnemendur mínir eða kennarar.“ Hún segir að mennirnir hafi fært sig yfir í næsta sal og rænt þar flösku sem samnemandi hennar hafði hannað. „Mennirnir töldu þetta vera áfengi og við heyrðum af því síðar um kvöldið að mennirnir hafi orðið ansi fúlir þegar í ljós kom að í flöskunni var vatn en ekki áfengi.“ Lukka náði þó að laga verkið og er það til sýnis í Listasafni Reykjavíkur. Lukka fékk myndir úr öryggisvél safnsins og vonast hún til þess að einhver geti borið kennsl á mennina. Myndina er að sjá hér að neðan. Að sögn Mörtu Þórðardóttur, kynningar- og markaðsstjóra Listaháskólans, sjá nemendur um öryggisgæslu sjálfir. Hún segir nemendur skipta með sér vöktum þá daga sem sýningin stendur yfir. Hún segir þó að á fimmtudaginn síðastliðinn, þegar atvikið átti sér stað, hafi hver og einn nemandi átt að fylgjast með sínu verki.Hér sjást mennirnir tveir. Myndin er tekin úr öryggismyndavél Listasafnsins. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á listaverkum tveggja nemenda á foropnun útskriftarsýningar nemenda á BA-stigi í hönnun, arkitektúr og myndlist síðastliðinn fimmtudag. Útskriftarsýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur og stendur hún yfir í tvær vikur. Lukka Sigurðardóttir á verkið Peace Piece og er hún önnur þeirra sem varð fyrir barðinu á ódæðismönnunum. Verk hennar fjallar um frið og er það hvít brotakúla úr gifsi. „Tveir menn smygluðu sér á sýninguna og stukku upp á kúluna þannig að hún dældaðist. Kúlan hangir á keðju sem er olíuborin og varð kúlan því töluvert kámug,“ segir Lukka. Hún telur mennina vera af erlendu bergi brotna og telur allar líkur á að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis.Lukka segir að skornast hafi upp úr kúlunni og að hafi hún orðið töluvert kámug eftir verknaðinn.mynd/lukkaHún segir að töluvert mikið af fólki hafi verið á sýningunni, en viðstaddir hafi talið að um gjörning væri að ræða og var þetta því ekki stöðvað af. Framkvæmd verksins tók Lukku þrjár vikur og var þetta því töluvert áfall fyrir hana þegar hún sá hvað hefði gerst. Lukka ætlar að kæra verknaðinn finni hún út hverjir mennirnir eru. „Ég var virkilega sár en er þó fegin að þetta voru fullir menn sem kunna sig ekki frekar heldur en samnemendur mínir eða kennarar.“ Hún segir að mennirnir hafi fært sig yfir í næsta sal og rænt þar flösku sem samnemandi hennar hafði hannað. „Mennirnir töldu þetta vera áfengi og við heyrðum af því síðar um kvöldið að mennirnir hafi orðið ansi fúlir þegar í ljós kom að í flöskunni var vatn en ekki áfengi.“ Lukka náði þó að laga verkið og er það til sýnis í Listasafni Reykjavíkur. Lukka fékk myndir úr öryggisvél safnsins og vonast hún til þess að einhver geti borið kennsl á mennina. Myndina er að sjá hér að neðan. Að sögn Mörtu Þórðardóttur, kynningar- og markaðsstjóra Listaháskólans, sjá nemendur um öryggisgæslu sjálfir. Hún segir nemendur skipta með sér vöktum þá daga sem sýningin stendur yfir. Hún segir þó að á fimmtudaginn síðastliðinn, þegar atvikið átti sér stað, hafi hver og einn nemandi átt að fylgjast með sínu verki.Hér sjást mennirnir tveir. Myndin er tekin úr öryggismyndavél Listasafnsins.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira