Skemmdarverk unnin á listaverkum nemenda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2014 17:05 Lukka Sigurðardóttir og verkið hennar, Peace Piece. mynd/lukka Skemmdarverk voru unnin á listaverkum tveggja nemenda á foropnun útskriftarsýningar nemenda á BA-stigi í hönnun, arkitektúr og myndlist síðastliðinn fimmtudag. Útskriftarsýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur og stendur hún yfir í tvær vikur. Lukka Sigurðardóttir á verkið Peace Piece og er hún önnur þeirra sem varð fyrir barðinu á ódæðismönnunum. Verk hennar fjallar um frið og er það hvít brotakúla úr gifsi. „Tveir menn smygluðu sér á sýninguna og stukku upp á kúluna þannig að hún dældaðist. Kúlan hangir á keðju sem er olíuborin og varð kúlan því töluvert kámug,“ segir Lukka. Hún telur mennina vera af erlendu bergi brotna og telur allar líkur á að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis.Lukka segir að skornast hafi upp úr kúlunni og að hafi hún orðið töluvert kámug eftir verknaðinn.mynd/lukkaHún segir að töluvert mikið af fólki hafi verið á sýningunni, en viðstaddir hafi talið að um gjörning væri að ræða og var þetta því ekki stöðvað af. Framkvæmd verksins tók Lukku þrjár vikur og var þetta því töluvert áfall fyrir hana þegar hún sá hvað hefði gerst. Lukka ætlar að kæra verknaðinn finni hún út hverjir mennirnir eru. „Ég var virkilega sár en er þó fegin að þetta voru fullir menn sem kunna sig ekki frekar heldur en samnemendur mínir eða kennarar.“ Hún segir að mennirnir hafi fært sig yfir í næsta sal og rænt þar flösku sem samnemandi hennar hafði hannað. „Mennirnir töldu þetta vera áfengi og við heyrðum af því síðar um kvöldið að mennirnir hafi orðið ansi fúlir þegar í ljós kom að í flöskunni var vatn en ekki áfengi.“ Lukka náði þó að laga verkið og er það til sýnis í Listasafni Reykjavíkur. Lukka fékk myndir úr öryggisvél safnsins og vonast hún til þess að einhver geti borið kennsl á mennina. Myndina er að sjá hér að neðan. Að sögn Mörtu Þórðardóttur, kynningar- og markaðsstjóra Listaháskólans, sjá nemendur um öryggisgæslu sjálfir. Hún segir nemendur skipta með sér vöktum þá daga sem sýningin stendur yfir. Hún segir þó að á fimmtudaginn síðastliðinn, þegar atvikið átti sér stað, hafi hver og einn nemandi átt að fylgjast með sínu verki.Hér sjást mennirnir tveir. Myndin er tekin úr öryggismyndavél Listasafnsins. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á listaverkum tveggja nemenda á foropnun útskriftarsýningar nemenda á BA-stigi í hönnun, arkitektúr og myndlist síðastliðinn fimmtudag. Útskriftarsýningin er haldin í Listasafni Reykjavíkur og stendur hún yfir í tvær vikur. Lukka Sigurðardóttir á verkið Peace Piece og er hún önnur þeirra sem varð fyrir barðinu á ódæðismönnunum. Verk hennar fjallar um frið og er það hvít brotakúla úr gifsi. „Tveir menn smygluðu sér á sýninguna og stukku upp á kúluna þannig að hún dældaðist. Kúlan hangir á keðju sem er olíuborin og varð kúlan því töluvert kámug,“ segir Lukka. Hún telur mennina vera af erlendu bergi brotna og telur allar líkur á að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis.Lukka segir að skornast hafi upp úr kúlunni og að hafi hún orðið töluvert kámug eftir verknaðinn.mynd/lukkaHún segir að töluvert mikið af fólki hafi verið á sýningunni, en viðstaddir hafi talið að um gjörning væri að ræða og var þetta því ekki stöðvað af. Framkvæmd verksins tók Lukku þrjár vikur og var þetta því töluvert áfall fyrir hana þegar hún sá hvað hefði gerst. Lukka ætlar að kæra verknaðinn finni hún út hverjir mennirnir eru. „Ég var virkilega sár en er þó fegin að þetta voru fullir menn sem kunna sig ekki frekar heldur en samnemendur mínir eða kennarar.“ Hún segir að mennirnir hafi fært sig yfir í næsta sal og rænt þar flösku sem samnemandi hennar hafði hannað. „Mennirnir töldu þetta vera áfengi og við heyrðum af því síðar um kvöldið að mennirnir hafi orðið ansi fúlir þegar í ljós kom að í flöskunni var vatn en ekki áfengi.“ Lukka náði þó að laga verkið og er það til sýnis í Listasafni Reykjavíkur. Lukka fékk myndir úr öryggisvél safnsins og vonast hún til þess að einhver geti borið kennsl á mennina. Myndina er að sjá hér að neðan. Að sögn Mörtu Þórðardóttur, kynningar- og markaðsstjóra Listaháskólans, sjá nemendur um öryggisgæslu sjálfir. Hún segir nemendur skipta með sér vöktum þá daga sem sýningin stendur yfir. Hún segir þó að á fimmtudaginn síðastliðinn, þegar atvikið átti sér stað, hafi hver og einn nemandi átt að fylgjast með sínu verki.Hér sjást mennirnir tveir. Myndin er tekin úr öryggismyndavél Listasafnsins.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira