Myndband: Air og Bang Gang staddir úti í geimi Þórður Ingi Jónsson skrifar 13. nóvember 2014 15:30 Barði og Dunckel eru staddir úti í geimi í myndbandinu fyrir Blue Hawaii. „Blue Hawaii er lag sem blandar tveimur sólum Starwalkers fullkomlega saman í eina geimþoku,“ sagði rafpoppstvíeykið Starwalker við tónlistarveituna Stereogum en í dag kom út myndband við nýtt lag þeirra, Blue Hawaii. Starwalker er samstarfsverkefni Barða Jóhannssonar úr Bang Gang og Jean-Benoit Dunckel úr Air. „Við vorum gríðarlega ánægðir með það,“ segir Barði í samtali við Fréttablaðið en myndbandið hæfir svo sannarlega nafni Starwalker þar sem kapparnir eru staddir úti í geimi.mynd/saga sigRagnar Bragason leikstýrir en hann hefur unnið mikið af myndböndum Bang Gang. Framleiðslufyrirtækið Trickshot sá um tæknibrellurnar. „Þeir sáu um að koma okkur út í geiminn,“ segir Barði en Aron Bergmann Magnússon annaðist listræna stjórnun. Þeir kappar munu gefa út eigin plötur hvor fyrir sig eftir áramót, Barði nýja Bang Gang-plötu en Dunckel sólóplötuna Darkel. Eftir þær útgáfur mun Starwalker gefa út fyrstu plötu sína, sem er að sögn Barða tilbúin. „Við tókum upp meirihlutann af plötunni í hljóðveri Air í París, sem var gríðarlega fallegt,“ segir Barði. Tónlist Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Blue Hawaii er lag sem blandar tveimur sólum Starwalkers fullkomlega saman í eina geimþoku,“ sagði rafpoppstvíeykið Starwalker við tónlistarveituna Stereogum en í dag kom út myndband við nýtt lag þeirra, Blue Hawaii. Starwalker er samstarfsverkefni Barða Jóhannssonar úr Bang Gang og Jean-Benoit Dunckel úr Air. „Við vorum gríðarlega ánægðir með það,“ segir Barði í samtali við Fréttablaðið en myndbandið hæfir svo sannarlega nafni Starwalker þar sem kapparnir eru staddir úti í geimi.mynd/saga sigRagnar Bragason leikstýrir en hann hefur unnið mikið af myndböndum Bang Gang. Framleiðslufyrirtækið Trickshot sá um tæknibrellurnar. „Þeir sáu um að koma okkur út í geiminn,“ segir Barði en Aron Bergmann Magnússon annaðist listræna stjórnun. Þeir kappar munu gefa út eigin plötur hvor fyrir sig eftir áramót, Barði nýja Bang Gang-plötu en Dunckel sólóplötuna Darkel. Eftir þær útgáfur mun Starwalker gefa út fyrstu plötu sína, sem er að sögn Barða tilbúin. „Við tókum upp meirihlutann af plötunni í hljóðveri Air í París, sem var gríðarlega fallegt,“ segir Barði.
Tónlist Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira