Unnið að aðgerðum í þágu leigjenda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 13:44 Eygló bendir á að hvatning felist í séreignalífeyrissparnaðarleiðinni fyrir ungt fólk á leigumarkaði. Vísir Unnið er að aðgerðum í þágu þeirra sem eru á leigumarkaði samkvæmt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún hafnaði því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnist ekki leigjendum. Eygló segir að það hafi komið skýrt fram að stjórnvöld séu að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum. „Bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármála-og efnahagsráðherra sögðu á kynningunni og við blaðamenn á kynningunni að það væri verið að vinna að tillögum sem snúa að leigjendum og við höfum sýnt það, svo sannarlega, að þessir menn standa við orð sín,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að horfa framhjá leigjendum í aðgerðum sem kynntar voru á mánudag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra en hann var fyrirspyrjandi í umræðunum í dag. „Fólkið á leigumarkaðnum varð fyrir alveg sama áfallinu, leiga þess hækkaði í takt við þá óðaverðbólgu sem hér varð eftir hrun,“ sagði Helgi. „Ég held að flestum, ef ekki öllum, í þessum sal finnist það sjálfsagt sanngirnis- og réttlætismál að fyrst verið er að leiðrétta verðtryggð lán hjá þeim sem þó eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði hljóti þeir sem eru á leigumarkaði að eiga að njóta sams konar aðgerða.“ Eygló hafnaði því að leigjendur fengu ekki ávinning af skuldaaðgerðunum. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún. „Síðan vil ég benda á að í séreignarsparnaðinum er sérstaklega verið að hvetja ungt fólk, sem er þá væntanlega á leigumarkaðnum, til þess að leggja til hliðar og það getur þá notað það sem útborgun til kaupa á húsnæði,“ sagði Eygló í umræðunum. Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Unnið er að aðgerðum í þágu þeirra sem eru á leigumarkaði samkvæmt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún hafnaði því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnist ekki leigjendum. Eygló segir að það hafi komið skýrt fram að stjórnvöld séu að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum. „Bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármála-og efnahagsráðherra sögðu á kynningunni og við blaðamenn á kynningunni að það væri verið að vinna að tillögum sem snúa að leigjendum og við höfum sýnt það, svo sannarlega, að þessir menn standa við orð sín,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að horfa framhjá leigjendum í aðgerðum sem kynntar voru á mánudag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra en hann var fyrirspyrjandi í umræðunum í dag. „Fólkið á leigumarkaðnum varð fyrir alveg sama áfallinu, leiga þess hækkaði í takt við þá óðaverðbólgu sem hér varð eftir hrun,“ sagði Helgi. „Ég held að flestum, ef ekki öllum, í þessum sal finnist það sjálfsagt sanngirnis- og réttlætismál að fyrst verið er að leiðrétta verðtryggð lán hjá þeim sem þó eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði hljóti þeir sem eru á leigumarkaði að eiga að njóta sams konar aðgerða.“ Eygló hafnaði því að leigjendur fengu ekki ávinning af skuldaaðgerðunum. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún. „Síðan vil ég benda á að í séreignarsparnaðinum er sérstaklega verið að hvetja ungt fólk, sem er þá væntanlega á leigumarkaðnum, til þess að leggja til hliðar og það getur þá notað það sem útborgun til kaupa á húsnæði,“ sagði Eygló í umræðunum.
Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira