Innlent

Leitar „Afa feita“ sem lokkar fimm ára drengi heim til sín

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Björn Einarsson, faðir og körfuboltaþjálfari í Keflavík, birti fyrr í kvöld opið bréf á Facebook-síðu sinni þar sem hann auglýsir eftir manni sem kallar sig „Afi feiti“ og lokkar unga drengi heim til sín í Kórahverfi í Kópavogi.

Í bréfinu segir Björn að barnsmóðir hans hafi fyrir tilviljun heyrt samtal fimm ára sonar þeirra og vinar hans þar sem þeir ræddu hvort þeir ættu að fara út að leika á skólasvæðinu eða fara heim til „Afa feita“.

Þegar strákarnir hafi svo verið spurðir út í téðan mann hafi komið í ljós að hann hafi leyft þeim „að horfa á Tomma og Jenna, gef[ið] þeim nammi og [hafi] m.a. sýnt þeim typpið sitt og guð mà vita hvað!!?? Sonur minn er búinn að vera titrandi, með tár á hvarmi, hræddur,“ og sagt manninn hafa sagt við þá að hann myndi „drepa foreldra“ þeirra ef þeir myndu segja frá.

Í bréfi Björns er manninum lýst sem gráhærðum, eldri manni „með bumbu sem [kalli] sig „Afa feita“ og búi í Kórahverfinu.

„Sonur minn hefur ekki þorað að benda á hús mannsins og segist núna ekki muna hvar hann á heima útaf hræðslu. Segir bara „hann er fluttur í Mosfellsbæ“.“

Björn segir lögregluna vera komna inn í málið. „Ég vona að lögreglan hafi uppi á honum áður en ég geri það,“ segir Björn í samtali við Vísi.

Ekki náðist í fulltrúa lögreglunnar við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×