Innlent

Beðið í hálfan sólahring eftir að komast í Herjólf

ingvar haraldsson skrifar
Þeir sem lengst hafa beðið hafa verið í röð frá klukkan tvö í nótt.
Þeir sem lengst hafa beðið hafa verið í röð frá klukkan tvö í nótt. vísir/óskar
Á hverju ári fer talsverður fjöldi á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum án þess að eiga bókaða heimferð. Löng röð hefur myndast á Básaskersbryggju í Vestmanneyjum af fólki sem ekki á miða í Herjólf eða vill komast fyrr heim en það átti bókaða ferð.

Þegar ljósmyndari Vísis náði tali af miðalausum þjóðhátíðargestum höfðu þeir sem lengst höfðu beðið verið í röð frá klukkan tvö í nótt eða í hálfan sólarhring.

Gunnlaugur Grettisson, starfsmaður Eimskipa í Vestmanneyjum, segir að vel gangi að ferja fólk úr eyjunni. Herjólfur fer nú sína sjöttu ferð af tíu í dag. „Þetta gengur bara vel, það er fullt í allar ferðir og allt á áætlun.“

Gunnlaugur bætir við að það sé „mikið að fólki að reyna að komast fyrr í skipið. Margir þeirra eiga bókað á morgun og miðvikudaginn.“ Gunnlaugur biðlar til fólks að vera rólegt í sínum tjöldum og vistarverum og bíði eftir sinni ferð því kalt geti verið að bíða langtímum saman við hafnarbakkann. „Það er alltaf einhverjum hleypt inn en við biðjum fólk um að bíða bara rólegt eftir sinni ferð“ ítrekar Gunnlaugur.

Erlent fólk á vegum vegum kristilega ungliðastarfsins YMCA eru á Básaskersbryggju með heitt kaffi handa fólkinu sem bíður eftir fari úr Vestmanneyjum.

Hamborgarasöluvagn er staddur við Herjólfsafgreiðslu þannig að fólk getur keypt sér eitthvað að borða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×