Caruso opnar á nýjum stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2014 09:50 Veitingastaðurinn Caruso opnar í dag, Þorláksmessu, á nýjum stað í Austurstræti 22. Caruso neyddist til að loka í Þingholtsstræti 1 í síðustu viku eftir að leigusali hússins tók sér lögregluvald og meinaði eigendum og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu. Því miður leiddi það til þess að þeir sem áttu pantað borð í síðustu viku urðu frá að hverfa. „Eigendum Caruso þykir miður að svo hafi farið og biður þá viðskiptavini sem urðu fyrir óþægindum velvirðingar á röskuninni. Óviðráðanlegar aðstæður og óbilgirni leigusala leiddu til þess að svona fór,“ segir í tilkynningu frá hjónunum Jose Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur.Húseigandinn Jón Ragnarsson.Vísir/Vilhelm„Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ sagði Þrúður Sjöfn í Bítinu í morgun. Jose bætti við að hann hefði ekki átt von á því að jólin yrðu svona. Þau fóru yfir aðdraganda þess að til deilna kom við húseigandann í liðinni viku. Þar útskýrðu þau meðal annars skrýtið fyrirkomulag leigugreiðslna sem var við lýði í mörg ár. Jose og Þrúður Sjöfn ætla að opna Caruso í hádeignu í dag. Haft hefur verið samband við þá gesti sem áttu pantað borð á Caruso en aðrir gestir eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir líka. Tekið er við borðapöntunum í síma 571 9777 en José tekur fram að það er fullbókað í kvöld. „Rétt er að taka fram að þeir sem eiga gjafakort á Caruso geta að sjálfsögðu notað þau á nýja staðnum, eða á Tapashúsinu við Ægisgarð,“ segir í tilkynningunni.Hingað flytur Caruso, í Austurstræti 22, en húsið er kennt við Jörund hundadagakonung. Tengdar fréttir Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Veitingastaðurinn Caruso opnar í dag, Þorláksmessu, á nýjum stað í Austurstræti 22. Caruso neyddist til að loka í Þingholtsstræti 1 í síðustu viku eftir að leigusali hússins tók sér lögregluvald og meinaði eigendum og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu. Því miður leiddi það til þess að þeir sem áttu pantað borð í síðustu viku urðu frá að hverfa. „Eigendum Caruso þykir miður að svo hafi farið og biður þá viðskiptavini sem urðu fyrir óþægindum velvirðingar á röskuninni. Óviðráðanlegar aðstæður og óbilgirni leigusala leiddu til þess að svona fór,“ segir í tilkynningu frá hjónunum Jose Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur.Húseigandinn Jón Ragnarsson.Vísir/Vilhelm„Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ sagði Þrúður Sjöfn í Bítinu í morgun. Jose bætti við að hann hefði ekki átt von á því að jólin yrðu svona. Þau fóru yfir aðdraganda þess að til deilna kom við húseigandann í liðinni viku. Þar útskýrðu þau meðal annars skrýtið fyrirkomulag leigugreiðslna sem var við lýði í mörg ár. Jose og Þrúður Sjöfn ætla að opna Caruso í hádeignu í dag. Haft hefur verið samband við þá gesti sem áttu pantað borð á Caruso en aðrir gestir eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir líka. Tekið er við borðapöntunum í síma 571 9777 en José tekur fram að það er fullbókað í kvöld. „Rétt er að taka fram að þeir sem eiga gjafakort á Caruso geta að sjálfsögðu notað þau á nýja staðnum, eða á Tapashúsinu við Ægisgarð,“ segir í tilkynningunni.Hingað flytur Caruso, í Austurstræti 22, en húsið er kennt við Jörund hundadagakonung.
Tengdar fréttir Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07
Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13
Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01
Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17
Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28