Veitingastaðurinn Caruso opnar í dag, Þorláksmessu, á nýjum stað í Austurstræti 22. Caruso neyddist til að loka í Þingholtsstræti 1 í síðustu viku eftir að leigusali hússins tók sér lögregluvald og meinaði eigendum og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu. Því miður leiddi það til þess að þeir sem áttu pantað borð í síðustu viku urðu frá að hverfa.
„Eigendum Caruso þykir miður að svo hafi farið og biður þá viðskiptavini sem urðu fyrir óþægindum velvirðingar á röskuninni. Óviðráðanlegar aðstæður og óbilgirni leigusala leiddu til þess að svona fór,“ segir í tilkynningu frá hjónunum Jose Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur.
Húseigandinn Jón Ragnarsson.Vísir/Vilhelm„Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ sagði Þrúður Sjöfn í Bítinu í morgun. Jose bætti við að hann hefði ekki átt von á því að jólin yrðu svona. Þau fóru yfir aðdraganda þess að til deilna kom við húseigandann í liðinni viku. Þar útskýrðu þau meðal annars skrýtið fyrirkomulag leigugreiðslna sem var við lýði í mörg ár.
Jose og Þrúður Sjöfn ætla að opna Caruso í hádeignu í dag. Haft hefur verið samband við þá gesti sem áttu pantað borð á Caruso en aðrir gestir eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir líka. Tekið er við borðapöntunum í síma 571 9777 en José tekur fram að það er fullbókað í kvöld.
„Rétt er að taka fram að þeir sem eiga gjafakort á Caruso geta að sjálfsögðu notað þau á nýja staðnum, eða á Tapashúsinu við Ægisgarð,“ segir í tilkynningunni.
Hingað flytur Caruso, í Austurstræti 22, en húsið er kennt við Jörund hundadagakonung.
Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða.
Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“