Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2014 22:48 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira