Segja ríkisstjórnina ráðalausa í læknadeilunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2014 10:44 Lausn læknadeilunnar er mikilvægasta verkefni þjóðarinnar, segja formenn stjórnarandstöðunnar. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að skipuð verði sérstök sáttanefnd vegna kjaradeilu lækna og ríkisins. Þeir segja lausn deilunnar ekki þola neina bið en ríkisstjórnin virðist ráðalaus í deilunni. Þá taka þeir undir með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, sem hefur sagt að lausn deilunnar sé mikilvægasta verkefni þjóðarinnar. Yfirlýsingu formannanna má sjá hér í heild sinni:Lausn kjaradeilu ríkisins og lækna þolir enga bið. Ótal rannsóknum, aðgerðum og sjúkrahúskomum hefur verið frestað, biðlistar hrannast upp og einstakir læknar segja upp störfum. Hertar verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir áramót. Forstjóri Landspítalans segir réttilega lausn deilunnar vera mikilvægasta verkefni þjóðarinnar.Ríkisstjórnin virðist ráðlaus í deilunni. Brúa verður það bil sem er á milli afstöðu lækna og ríkisins. Landsmenn eiga heimtingu á því að stjórnvöld geri allt sem mögulegt er að til að greiða fyrir lausn deilunnar.Samkvæmt 5. mgr. 20 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur getur ríkisstjórnin, ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar, skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal þá samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.Við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hvetjum ríkisstjórnina til að hugleiða beitingu þessa úrræðis og ræða við ríkissáttasemjara um hvort þessi leið geti auðveldað það verkefni að brúa bil milli aðila. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður.Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirGuðmundur SteingrímssonBirgitta Jónsdóttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að skipuð verði sérstök sáttanefnd vegna kjaradeilu lækna og ríkisins. Þeir segja lausn deilunnar ekki þola neina bið en ríkisstjórnin virðist ráðalaus í deilunni. Þá taka þeir undir með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, sem hefur sagt að lausn deilunnar sé mikilvægasta verkefni þjóðarinnar. Yfirlýsingu formannanna má sjá hér í heild sinni:Lausn kjaradeilu ríkisins og lækna þolir enga bið. Ótal rannsóknum, aðgerðum og sjúkrahúskomum hefur verið frestað, biðlistar hrannast upp og einstakir læknar segja upp störfum. Hertar verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir áramót. Forstjóri Landspítalans segir réttilega lausn deilunnar vera mikilvægasta verkefni þjóðarinnar.Ríkisstjórnin virðist ráðlaus í deilunni. Brúa verður það bil sem er á milli afstöðu lækna og ríkisins. Landsmenn eiga heimtingu á því að stjórnvöld geri allt sem mögulegt er að til að greiða fyrir lausn deilunnar.Samkvæmt 5. mgr. 20 gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur getur ríkisstjórnin, ef sýnt þykir að vinnudeila hafi mjög alvarlegar afleiðingar, skipað sérstaka sáttanefnd til að vinna að lausn deilunnar. Skal þá samráð haft við ríkissáttasemjara og deiluaðila áður en sáttanefnd er skipuð.Við formenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata hvetjum ríkisstjórnina til að hugleiða beitingu þessa úrræðis og ræða við ríkissáttasemjara um hvort þessi leið geti auðveldað það verkefni að brúa bil milli aðila. Það er ekki hægt að sitja með hendur í skauti við þessar aðstæður.Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirGuðmundur SteingrímssonBirgitta Jónsdóttir
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira