Skelkuð eftir árás í Laugardalnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2014 12:32 Myndin er tekin á þeim slóðum sem Margrét rakst á manninn. Fjölmargir ganga og hlaupa þarna um á degi hverjum. Vísir/Vilhelm „Honum er greinilega mjög illa við hundaeigendur og hunda,“ segir Margrét Þórðardóttir, sem varð fyrir árás manns í Laugardalnum í gær, þar sem hún var á gangi með hundinn sinn um miðjan dag í gær. Margrét segist vera smá skelkuð eftir árásina og að hún hafi lítið sem ekkert sofið í nótt. Hundur Margrétar, hún Sóla, er labrador sem er þjálfuð sem aðstoðarhundur fyrir fatlaða og blinda. Því getur hún ekki gengið arna sinna í ól. Margrét segist hafa litið í kringum sig og séð að enginn væri á ferli og sleppt hundinum. Þegar Margrét sá mann koma gangandi kallar hún á Sólu sem kemur askvaðandi. Þá sér hundurinn manninn, gengur aðeins til móts við hann og geltir á hann.Sló og sparkaði í hundinn „Ég kallaði hana aftur til mín, setti hana aftur í ólina. Svo gekk ég að manninum og baðst afsökunar á þessu. Þá sparkar hann í Sólu. Ég spurði hvað væri eiginlega að honum og þá sló hann mig í andlitið.“ Eftir það sló hann hundinn í trýnið og þegar Margrét reynir að ýta honum frá slær hann í eyrað á henni og brýtur heyrnartæki sem hún var með. „Ég var í sjokki, en samt var adrenalínið hátt uppi, svo ég ákveð að taka mynd af honum.“ Þegar Margrét reynir að taka myndina tekur hann af henni símann, kastar honum í jörðina og traðkar á honum. Þá slær hann Sólu aftur og sparkar í hana og hann slær Margréti einnig.Gengur þarna um á hverjum degi „Svo horfði hann á mig og sagði: Það á að drepa alla hundaeigendur og hunda. Hafðu svo helvítis hundinn í bandi,“ segir Margrét. „Svo sér hann að ég er búin að missa kúkapokann. Hann stígur á hann og klínir kúknum á mig.“ Margrét segir þetta vera sérstaklega óþægilegt þar sem hún gangi þarna um á hverjum degi. Hún hafði samband við lögregluna og fór á slysadeild. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að Margrét hafi lagt fram kæru í morgun. Tekin hafi verið af henni skýrsla og sé málið til skoðunar.Sem betur fer gerðist ekkert meira „Ég mun ábyggilega ekki sjá þennan mann aftur. Ég vona ekki. Það sést ekkert á mér en ég er rosalega aum bæði að utan og innan. Þetta er líka óþægilegt því það er mikið af börnum sem ganga um þetta svæði og öðrum hundaeigendum.“ Sóla er skelkuð eftir atvikið en Margrét segir að hún virðist ekki vera meidd né aum. „Sem betur fer gerðist samt ekkert meira, en við erum smá skelkaðar. Ég bjóst ekki við að lenda í einhverju svona. Maður þarf bara að vera með piparúða næst,“ segir Margrét hress í bragði. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Honum er greinilega mjög illa við hundaeigendur og hunda,“ segir Margrét Þórðardóttir, sem varð fyrir árás manns í Laugardalnum í gær, þar sem hún var á gangi með hundinn sinn um miðjan dag í gær. Margrét segist vera smá skelkuð eftir árásina og að hún hafi lítið sem ekkert sofið í nótt. Hundur Margrétar, hún Sóla, er labrador sem er þjálfuð sem aðstoðarhundur fyrir fatlaða og blinda. Því getur hún ekki gengið arna sinna í ól. Margrét segist hafa litið í kringum sig og séð að enginn væri á ferli og sleppt hundinum. Þegar Margrét sá mann koma gangandi kallar hún á Sólu sem kemur askvaðandi. Þá sér hundurinn manninn, gengur aðeins til móts við hann og geltir á hann.Sló og sparkaði í hundinn „Ég kallaði hana aftur til mín, setti hana aftur í ólina. Svo gekk ég að manninum og baðst afsökunar á þessu. Þá sparkar hann í Sólu. Ég spurði hvað væri eiginlega að honum og þá sló hann mig í andlitið.“ Eftir það sló hann hundinn í trýnið og þegar Margrét reynir að ýta honum frá slær hann í eyrað á henni og brýtur heyrnartæki sem hún var með. „Ég var í sjokki, en samt var adrenalínið hátt uppi, svo ég ákveð að taka mynd af honum.“ Þegar Margrét reynir að taka myndina tekur hann af henni símann, kastar honum í jörðina og traðkar á honum. Þá slær hann Sólu aftur og sparkar í hana og hann slær Margréti einnig.Gengur þarna um á hverjum degi „Svo horfði hann á mig og sagði: Það á að drepa alla hundaeigendur og hunda. Hafðu svo helvítis hundinn í bandi,“ segir Margrét. „Svo sér hann að ég er búin að missa kúkapokann. Hann stígur á hann og klínir kúknum á mig.“ Margrét segir þetta vera sérstaklega óþægilegt þar sem hún gangi þarna um á hverjum degi. Hún hafði samband við lögregluna og fór á slysadeild. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að Margrét hafi lagt fram kæru í morgun. Tekin hafi verið af henni skýrsla og sé málið til skoðunar.Sem betur fer gerðist ekkert meira „Ég mun ábyggilega ekki sjá þennan mann aftur. Ég vona ekki. Það sést ekkert á mér en ég er rosalega aum bæði að utan og innan. Þetta er líka óþægilegt því það er mikið af börnum sem ganga um þetta svæði og öðrum hundaeigendum.“ Sóla er skelkuð eftir atvikið en Margrét segir að hún virðist ekki vera meidd né aum. „Sem betur fer gerðist samt ekkert meira, en við erum smá skelkaðar. Ég bjóst ekki við að lenda í einhverju svona. Maður þarf bara að vera með piparúða næst,“ segir Margrét hress í bragði.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira