Móðir týnda Íslendingsins: „Þetta er svo yndislegur strákur“ Bjarki Ármannsson skrifar 17. desember 2014 10:44 Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því um helgina. Vísir/Getty/Einkasafn Móðir Þorleifs Kristínarsonar, tvítugs Íslendings sem týndist í Danmörku um helgina, kveðst ósátt með seinagang lögreglunnar þarlendis við að hefja leit að honum. Þorleifur sást síðast snemma á laugardagsmorgni í bænum Frederikshavn þar sem hann var í helgarfríi. „Ég er hálfsár út í þá vegna þess að ég hringi í þá strax á sunnudagskvöldi og bið þá um að hjálpa við að leita,“ segir Kristín Hildur. „Þeir segja að hann sé tvítugur og ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur, hann sé örugglega bara að hitta einhverja dömu eða eitthvað. En ég vil meina, í mínu hjarta, að ég þekki son minn betur.“ Kristín segist hafa fengið að heyra það að fyrst dagur væri að kvöldi kominn, væri lítið hægt að gera. Hún hafi svo hringt aftur á mánudagsmorgun en það hafi ekki verið fyrr en í gær sem leitin hafi almennilega farið af stað. „Þá finna þeir fullt af upplýsingum sem þeir hefðu alveg getað fundið á mánudaginn,“ segir hún. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa þurft að keppa við lögguna.“Búinn að eiga „rosalega erfitt“Slökkt er á farsíma Þorleifs og ekki hægt að rekja hann. Sömuleiðis hefur yfirlit á greiðslukorti hans ekki leitt neitt í ljós. „Síðustu skilaboð sem hann sendi voru til vinkonu sinnar, þar sem hann segist vera á leiðinni,“ segir Kristín. „En við höfum ekkert heyrt og vitum ekki neitt, ekki vinir hans eða neinn.“ Þorleifur ber með sér talsverða áverka eftir alvarleg veikindi sem barn. Kristín segir að um læknamistök hafi verið að ræða en halda þurfti Þorleifi sofandi í nokkrar vikur eftir að hann fékk ofnæmisviðbrögð við verkjalyfjum. Var honum vart hugað líf. Hann hefur síðan verið blindur á öðru auganu. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt, það eru svo margir búnir að koma illa fram við hann“ segir Kristín. „En hann hefur aldrei sýnt það.“Þakklát fyrir hjálpina Hún segir Þorleif hafa orðið fyrir miklu aðkasti á ævinni vegna áverkanna og meðal annars hafi hann þurft að fá nálgunarbann á fimm karlmenn sem áreittu hann. Þá hafi einu sinni verið gengið í skrokk á honum svo harkalega að hann missti nærri því sjón á hinu auganu. Kristín segir þó engan í fjölskyldu sinni hafa séð nokkur merki um að Þorleifur sé þunglyndur. „Þetta er svo yndislegur strákur að þú trúir því ekki,“ segir hún. „Þetta er bara virkilega falleg sál. Það eru allir svo undrandi því þetta er svo skynsamur strákur.“ Til stóð að halda leitinni að Þorleifi áfram í dag. Mynd af honum hefur ratað víða á netinu, bæði í fjölmiðlum og á Facebook, og segist Kristín þakklátt fyrir alla þá hjálp sem hún hefur fengið frá vinum og ættingjum. Tengdar fréttir Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Móðir Þorleifs Kristínarsonar, tvítugs Íslendings sem týndist í Danmörku um helgina, kveðst ósátt með seinagang lögreglunnar þarlendis við að hefja leit að honum. Þorleifur sást síðast snemma á laugardagsmorgni í bænum Frederikshavn þar sem hann var í helgarfríi. „Ég er hálfsár út í þá vegna þess að ég hringi í þá strax á sunnudagskvöldi og bið þá um að hjálpa við að leita,“ segir Kristín Hildur. „Þeir segja að hann sé tvítugur og ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur, hann sé örugglega bara að hitta einhverja dömu eða eitthvað. En ég vil meina, í mínu hjarta, að ég þekki son minn betur.“ Kristín segist hafa fengið að heyra það að fyrst dagur væri að kvöldi kominn, væri lítið hægt að gera. Hún hafi svo hringt aftur á mánudagsmorgun en það hafi ekki verið fyrr en í gær sem leitin hafi almennilega farið af stað. „Þá finna þeir fullt af upplýsingum sem þeir hefðu alveg getað fundið á mánudaginn,“ segir hún. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa þurft að keppa við lögguna.“Búinn að eiga „rosalega erfitt“Slökkt er á farsíma Þorleifs og ekki hægt að rekja hann. Sömuleiðis hefur yfirlit á greiðslukorti hans ekki leitt neitt í ljós. „Síðustu skilaboð sem hann sendi voru til vinkonu sinnar, þar sem hann segist vera á leiðinni,“ segir Kristín. „En við höfum ekkert heyrt og vitum ekki neitt, ekki vinir hans eða neinn.“ Þorleifur ber með sér talsverða áverka eftir alvarleg veikindi sem barn. Kristín segir að um læknamistök hafi verið að ræða en halda þurfti Þorleifi sofandi í nokkrar vikur eftir að hann fékk ofnæmisviðbrögð við verkjalyfjum. Var honum vart hugað líf. Hann hefur síðan verið blindur á öðru auganu. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt, það eru svo margir búnir að koma illa fram við hann“ segir Kristín. „En hann hefur aldrei sýnt það.“Þakklát fyrir hjálpina Hún segir Þorleif hafa orðið fyrir miklu aðkasti á ævinni vegna áverkanna og meðal annars hafi hann þurft að fá nálgunarbann á fimm karlmenn sem áreittu hann. Þá hafi einu sinni verið gengið í skrokk á honum svo harkalega að hann missti nærri því sjón á hinu auganu. Kristín segir þó engan í fjölskyldu sinni hafa séð nokkur merki um að Þorleifur sé þunglyndur. „Þetta er svo yndislegur strákur að þú trúir því ekki,“ segir hún. „Þetta er bara virkilega falleg sál. Það eru allir svo undrandi því þetta er svo skynsamur strákur.“ Til stóð að halda leitinni að Þorleifi áfram í dag. Mynd af honum hefur ratað víða á netinu, bæði í fjölmiðlum og á Facebook, og segist Kristín þakklátt fyrir alla þá hjálp sem hún hefur fengið frá vinum og ættingjum.
Tengdar fréttir Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40