Móðir týnda Íslendingsins: „Þetta er svo yndislegur strákur“ Bjarki Ármannsson skrifar 17. desember 2014 10:44 Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því um helgina. Vísir/Getty/Einkasafn Móðir Þorleifs Kristínarsonar, tvítugs Íslendings sem týndist í Danmörku um helgina, kveðst ósátt með seinagang lögreglunnar þarlendis við að hefja leit að honum. Þorleifur sást síðast snemma á laugardagsmorgni í bænum Frederikshavn þar sem hann var í helgarfríi. „Ég er hálfsár út í þá vegna þess að ég hringi í þá strax á sunnudagskvöldi og bið þá um að hjálpa við að leita,“ segir Kristín Hildur. „Þeir segja að hann sé tvítugur og ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur, hann sé örugglega bara að hitta einhverja dömu eða eitthvað. En ég vil meina, í mínu hjarta, að ég þekki son minn betur.“ Kristín segist hafa fengið að heyra það að fyrst dagur væri að kvöldi kominn, væri lítið hægt að gera. Hún hafi svo hringt aftur á mánudagsmorgun en það hafi ekki verið fyrr en í gær sem leitin hafi almennilega farið af stað. „Þá finna þeir fullt af upplýsingum sem þeir hefðu alveg getað fundið á mánudaginn,“ segir hún. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa þurft að keppa við lögguna.“Búinn að eiga „rosalega erfitt“Slökkt er á farsíma Þorleifs og ekki hægt að rekja hann. Sömuleiðis hefur yfirlit á greiðslukorti hans ekki leitt neitt í ljós. „Síðustu skilaboð sem hann sendi voru til vinkonu sinnar, þar sem hann segist vera á leiðinni,“ segir Kristín. „En við höfum ekkert heyrt og vitum ekki neitt, ekki vinir hans eða neinn.“ Þorleifur ber með sér talsverða áverka eftir alvarleg veikindi sem barn. Kristín segir að um læknamistök hafi verið að ræða en halda þurfti Þorleifi sofandi í nokkrar vikur eftir að hann fékk ofnæmisviðbrögð við verkjalyfjum. Var honum vart hugað líf. Hann hefur síðan verið blindur á öðru auganu. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt, það eru svo margir búnir að koma illa fram við hann“ segir Kristín. „En hann hefur aldrei sýnt það.“Þakklát fyrir hjálpina Hún segir Þorleif hafa orðið fyrir miklu aðkasti á ævinni vegna áverkanna og meðal annars hafi hann þurft að fá nálgunarbann á fimm karlmenn sem áreittu hann. Þá hafi einu sinni verið gengið í skrokk á honum svo harkalega að hann missti nærri því sjón á hinu auganu. Kristín segir þó engan í fjölskyldu sinni hafa séð nokkur merki um að Þorleifur sé þunglyndur. „Þetta er svo yndislegur strákur að þú trúir því ekki,“ segir hún. „Þetta er bara virkilega falleg sál. Það eru allir svo undrandi því þetta er svo skynsamur strákur.“ Til stóð að halda leitinni að Þorleifi áfram í dag. Mynd af honum hefur ratað víða á netinu, bæði í fjölmiðlum og á Facebook, og segist Kristín þakklátt fyrir alla þá hjálp sem hún hefur fengið frá vinum og ættingjum. Tengdar fréttir Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Móðir Þorleifs Kristínarsonar, tvítugs Íslendings sem týndist í Danmörku um helgina, kveðst ósátt með seinagang lögreglunnar þarlendis við að hefja leit að honum. Þorleifur sást síðast snemma á laugardagsmorgni í bænum Frederikshavn þar sem hann var í helgarfríi. „Ég er hálfsár út í þá vegna þess að ég hringi í þá strax á sunnudagskvöldi og bið þá um að hjálpa við að leita,“ segir Kristín Hildur. „Þeir segja að hann sé tvítugur og ég þurfi ekkert að hafa áhyggjur, hann sé örugglega bara að hitta einhverja dömu eða eitthvað. En ég vil meina, í mínu hjarta, að ég þekki son minn betur.“ Kristín segist hafa fengið að heyra það að fyrst dagur væri að kvöldi kominn, væri lítið hægt að gera. Hún hafi svo hringt aftur á mánudagsmorgun en það hafi ekki verið fyrr en í gær sem leitin hafi almennilega farið af stað. „Þá finna þeir fullt af upplýsingum sem þeir hefðu alveg getað fundið á mánudaginn,“ segir hún. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa þurft að keppa við lögguna.“Búinn að eiga „rosalega erfitt“Slökkt er á farsíma Þorleifs og ekki hægt að rekja hann. Sömuleiðis hefur yfirlit á greiðslukorti hans ekki leitt neitt í ljós. „Síðustu skilaboð sem hann sendi voru til vinkonu sinnar, þar sem hann segist vera á leiðinni,“ segir Kristín. „En við höfum ekkert heyrt og vitum ekki neitt, ekki vinir hans eða neinn.“ Þorleifur ber með sér talsverða áverka eftir alvarleg veikindi sem barn. Kristín segir að um læknamistök hafi verið að ræða en halda þurfti Þorleifi sofandi í nokkrar vikur eftir að hann fékk ofnæmisviðbrögð við verkjalyfjum. Var honum vart hugað líf. Hann hefur síðan verið blindur á öðru auganu. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt, það eru svo margir búnir að koma illa fram við hann“ segir Kristín. „En hann hefur aldrei sýnt það.“Þakklát fyrir hjálpina Hún segir Þorleif hafa orðið fyrir miklu aðkasti á ævinni vegna áverkanna og meðal annars hafi hann þurft að fá nálgunarbann á fimm karlmenn sem áreittu hann. Þá hafi einu sinni verið gengið í skrokk á honum svo harkalega að hann missti nærri því sjón á hinu auganu. Kristín segir þó engan í fjölskyldu sinni hafa séð nokkur merki um að Þorleifur sé þunglyndur. „Þetta er svo yndislegur strákur að þú trúir því ekki,“ segir hún. „Þetta er bara virkilega falleg sál. Það eru allir svo undrandi því þetta er svo skynsamur strákur.“ Til stóð að halda leitinni að Þorleifi áfram í dag. Mynd af honum hefur ratað víða á netinu, bæði í fjölmiðlum og á Facebook, og segist Kristín þakklátt fyrir alla þá hjálp sem hún hefur fengið frá vinum og ættingjum.
Tengdar fréttir Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs Kristínarsonar frá því á laugardag. 16. desember 2014 18:40