Ættingjar látinna sakborninga geta krafist endurupptöku Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2014 13:10 Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög sem gera ættingjum tveggja látinna manna sem dæmdir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum kleift að höfða mál til endurupptöku málanna. En ekki var talið að áðurgildandi lög tryggðu rétt ættingja til að vera þátttakendur í slíkri endurupptöku. Ögmundur Jónasson þáverandi innanríkisráðherra skipaði starfshóp í október árið 2011 sem falið var að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið í heild sinni, en sérstaklega þá þætti sem lutu að rannsókn málsins og framkvæmd hennar. Starfshópurinn skilaði skýrslu um málið í mars 2013 þar sem meðal annars kom fram að starfshópurinn telji að samkvæmt þeim íslensku lögum sem þá voru í gildi væri ekki unnt að beiðast endurupptöku dæmdra sakamála fyrir hönd látinna manna. En tveir af sex sakborningum í þessum frægustu sakamálum síðustu aldar, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gærkvöldi er komið til móts við þessi sjónarmið og gert ráð fyrir að réttur til að leggja fram beiðni um endurupptöku liggi hjá nánar tilgreindum nákomnum skyldmennum hinna látnu dómþola. Fyrst og fremst vegna þess að umræddir aðilar eru almennt þeir sem hafa ríkra hagsmuna að gæta af því að fá mannorð og æru hins látna hreinsaða. Málið var til meðhöndlunar í stjórskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem Ögmundur Jónasson sem skipaði starfshópinn á sínum tíma er nú formaður. Hann mælti fyrir nefndaráliti um málið á Alþingi í gær sem allir nefndarmenn, stjórnar og stjórnarandstöðu, skrifuðu undir. „Nefndin tekur fram að settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur fengið frest fram í janúar til að skila umsögn sinni um endurupptökubeiðni tveggja dómþola í málinu. Nefndin telur nauðsynlegt að heimild látinna skyldmenna tveggja dómþola verði lögfest áður en sá frestur rennur út til þess að settur saksóknari geti tekið afstöðu til málsins óski eftirlifendur dómþolanna tveggja eftir því,“ sagði Ögmundur Jónasson á Alþingi í gærkvöldi. Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Vill að ættingjar eigi kost á endurupptöku Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra , hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 11. nóvember 2014 14:54 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög sem gera ættingjum tveggja látinna manna sem dæmdir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum kleift að höfða mál til endurupptöku málanna. En ekki var talið að áðurgildandi lög tryggðu rétt ættingja til að vera þátttakendur í slíkri endurupptöku. Ögmundur Jónasson þáverandi innanríkisráðherra skipaði starfshóp í október árið 2011 sem falið var að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið í heild sinni, en sérstaklega þá þætti sem lutu að rannsókn málsins og framkvæmd hennar. Starfshópurinn skilaði skýrslu um málið í mars 2013 þar sem meðal annars kom fram að starfshópurinn telji að samkvæmt þeim íslensku lögum sem þá voru í gildi væri ekki unnt að beiðast endurupptöku dæmdra sakamála fyrir hönd látinna manna. En tveir af sex sakborningum í þessum frægustu sakamálum síðustu aldar, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gærkvöldi er komið til móts við þessi sjónarmið og gert ráð fyrir að réttur til að leggja fram beiðni um endurupptöku liggi hjá nánar tilgreindum nákomnum skyldmennum hinna látnu dómþola. Fyrst og fremst vegna þess að umræddir aðilar eru almennt þeir sem hafa ríkra hagsmuna að gæta af því að fá mannorð og æru hins látna hreinsaða. Málið var til meðhöndlunar í stjórskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem Ögmundur Jónasson sem skipaði starfshópinn á sínum tíma er nú formaður. Hann mælti fyrir nefndaráliti um málið á Alþingi í gær sem allir nefndarmenn, stjórnar og stjórnarandstöðu, skrifuðu undir. „Nefndin tekur fram að settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur fengið frest fram í janúar til að skila umsögn sinni um endurupptökubeiðni tveggja dómþola í málinu. Nefndin telur nauðsynlegt að heimild látinna skyldmenna tveggja dómþola verði lögfest áður en sá frestur rennur út til þess að settur saksóknari geti tekið afstöðu til málsins óski eftirlifendur dómþolanna tveggja eftir því,“ sagði Ögmundur Jónasson á Alþingi í gærkvöldi.
Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Vill að ættingjar eigi kost á endurupptöku Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra , hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 11. nóvember 2014 14:54 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Vill að ættingjar eigi kost á endurupptöku Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra , hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 11. nóvember 2014 14:54
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19