Engin slys en þónokkuð tjón víða 1. desember 2014 07:22 Vísir/Ernir Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi. Allt að 350 björgunarsveitarmenn voru við störf á Suðvesturlandi langt fram eftir kvöldi og síðan var farið að kalla út sveitir fyrir norðan, sem voru við störf fram undir morgun. Víða höfðu gluggar brotnað , hurðir fokið upp, heilu skúrarnir fokið um koll, gámar og þakplötur fokið á bíla, klæðningar losnað og sólpallar skekkst, girðingar fokið niður og tré fallið. Mesti stöðugi vindhraðinn mældist á nokkkrum stöðum 29 metrar á sekúndu, sem telst ofsaveður og sumstaðar fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Hjálparbeiðnum ringdi inn til björgunarsveita og lögreglu og sumstaðar tóku slökkviliðsmenn þátt í hjálparstarfinu. Á Tjörnesi fauk 20 metra langur þakgluggi af nýju fjósi, en kýrnar sakaði ekki. Hvergi er vitað um stórtjón á einhverjum einum stað, en tjón varð víða þannig að heildartalan mun sjálfsagt hlaupa á mörgum milljónum króna. Innanlandsflug var fellt niður og mikil röskun varð á millilandaflugi. Nokkrar millilandaferðir voru felldar niður og ein vélin varð að lenda á Akureyrarflugvelli. Um tíma slokknaði á umferðarljósum á nokkrum gatnamótum í borginni. Strætóferðir voru felldar niður þegar veðurhamurinn var sem mestur og sára fáir voru á ferð á einkabílum. Sárafá fiskiskip voru á sjó og þau flest í vari. Þó fékk eitt þeirra á sig brotsjó djúpt vestur af Snæfellsnesi í nótt. Við það brotnuðu rúður í íbúðargangi og sjór fór að fossa um gangana, en skipverjum tókst að þétta gluggana á ný. Tveir erlendir ferðamenn hringdu í Neyðarlínuna í nótt og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir sátu í föstum bíl sínum á Kjalvegi. Björgunarmenn voru sendir frá Blönduósi og komu þeir að ferðamönnunum, heilum á húfi, laust fyrir klukkan sex í morgun. Búast má við að víða komi tjón í ljós þegar birtir af degi. Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi. Allt að 350 björgunarsveitarmenn voru við störf á Suðvesturlandi langt fram eftir kvöldi og síðan var farið að kalla út sveitir fyrir norðan, sem voru við störf fram undir morgun. Víða höfðu gluggar brotnað , hurðir fokið upp, heilu skúrarnir fokið um koll, gámar og þakplötur fokið á bíla, klæðningar losnað og sólpallar skekkst, girðingar fokið niður og tré fallið. Mesti stöðugi vindhraðinn mældist á nokkkrum stöðum 29 metrar á sekúndu, sem telst ofsaveður og sumstaðar fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Hjálparbeiðnum ringdi inn til björgunarsveita og lögreglu og sumstaðar tóku slökkviliðsmenn þátt í hjálparstarfinu. Á Tjörnesi fauk 20 metra langur þakgluggi af nýju fjósi, en kýrnar sakaði ekki. Hvergi er vitað um stórtjón á einhverjum einum stað, en tjón varð víða þannig að heildartalan mun sjálfsagt hlaupa á mörgum milljónum króna. Innanlandsflug var fellt niður og mikil röskun varð á millilandaflugi. Nokkrar millilandaferðir voru felldar niður og ein vélin varð að lenda á Akureyrarflugvelli. Um tíma slokknaði á umferðarljósum á nokkrum gatnamótum í borginni. Strætóferðir voru felldar niður þegar veðurhamurinn var sem mestur og sára fáir voru á ferð á einkabílum. Sárafá fiskiskip voru á sjó og þau flest í vari. Þó fékk eitt þeirra á sig brotsjó djúpt vestur af Snæfellsnesi í nótt. Við það brotnuðu rúður í íbúðargangi og sjór fór að fossa um gangana, en skipverjum tókst að þétta gluggana á ný. Tveir erlendir ferðamenn hringdu í Neyðarlínuna í nótt og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir sátu í föstum bíl sínum á Kjalvegi. Björgunarmenn voru sendir frá Blönduósi og komu þeir að ferðamönnunum, heilum á húfi, laust fyrir klukkan sex í morgun. Búast má við að víða komi tjón í ljós þegar birtir af degi.
Veður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira