Lífið

Beyoncé og Jay-Z við Skógafoss

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Pjetur/Getty
Bandaríska stjörnuparið Beyoncé og Jay-Z heldur áfram að virða fyrir sér náttúru Íslands og lentu við Skógafoss um eittleytið í dag. Eins og greint hefur verið frá fer parið ferða sinna á þyrlu.

Þyrlu parsins var lent í námunda við Hótel Skógafoss. Þar var töluverður bílafloti og óku þau síðasta spölinn að fossinum fagra.

Ekki eru allir á eitt sáttir um fjölmiðlaumfjöllun vegna ferðalags hjónakornanna en þeim gengur ágætlega að halda sig úr kastljósi fjölmiðlanna. Enn hefur engin mynd birst af parinu hér á landi en þau hafa meðal annars skellt sér í Bláa lónið.

„Það hefði verið gaman að fá hana á safnið,“ segir Sverrir Magnússon hlæjandi á Byggðasafninu á Skógum. Koma stjörnuparsins fór framhjá Sverri en safnið er reyndar staðsett nokkuð frá fossinum. Hann hafði þó heyrt í þyrlu en lítið kippt sér upp við það enda algengt að fólk komi á þyrlu að skoða Skógafoss.

Veistu eitthvað skemmtilegt um heimsókn Beyoncé og Jay-Z? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is


Tengdar fréttir

Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu

Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember.

„Látið þau í friði!“

Fjöldi fólks biðlar til fjölmiðla og ljósmyndara að láta hjónin Beyoncé og Jay Z í friði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×