Pétur Blöndal sækist eftir ráðherrastóli Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 10:59 Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum. Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru. „Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“ Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“ Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum. Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru. „Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“ Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira