Ólöf treystir sér vel til að gegna ráðherraembætti Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2014 18:47 Ólöf Nordal segir að það hafi komið henni a óvart að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi biðja hana að taka við embætti innanríkisráðherra. Hún hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði en segist vel treysta sér til að taka við þeim spennandi verkefnum sem séu í ráðuneytinu. Ráðherrar í ríkisstjórnarinnar fóru að safnast einn af öðrum til Bessastaða rétt fyrir klukkan eitt í dag og forsætisráðherra kom í lögreglufylgd eins og nú er orðin hefð. Venjan er að þeir ráðherrar sem yfirgefa ríkastjórn geri það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. En Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki til Bessastaða í dag. Eftir að gamla útgáfan af ríkisstjórninni hafi fundað í skamma stund kom Ólöf til Bessastaða til að taka formlega við embættinu, skráði sig fyrst í gestabókina eins og hefðin boðar og gekk svo á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og verðandi samráðherra í Bessastaðastofu. Ólöf nú hefur þú setið þinn fyrsta ríkisráðsfund, hvernig tilfinning er það? „Hún er mjög góð,“ sagði ráðherran nýi og segir að að það hafi komið henni mjög á óvart þegar formaður flokksins bað hana að taka við embættinu og hún hafi þurft að hugsa sig um. „Já ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði,“ segir Ólöf. Hún hafi hugsað til fjölskyldunnar og svo þeirra verkefna sem framundan væru þegar hún ákvað að taka embættið að sér. Frá Bessastöðum hélt Ólöf á fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að létta af honum dómsmálunum. Hann fagnaði komu hennar í ríkisstjórn. Og hlakkar til að vinna með nýjum ráðherra og losna við dómsmálaráðuneytið? „Það er búið að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera í því um tíma. En hins vegar sér maður eins og maður gat nú gefið sér fyrir fram að það er fullt starf að vera forsætisráðherra. Þannig að það er fínt að vera búinn að annan ráðherra í dómsmálin,“ sagði forsætisráðherra í dag. Hanna Birna kom í innanríkisráðuneytið um þrjú leytið til að afhenda Ólöfu lyklana að ráðuneytinu, sem kom í ráðuneytið skömmu síðar. Hanna veitti ekki viðtöl og sagði daginn vera Ólafar, en sagði þó þetta þegar hún var spurð hvort hún ætti eftir að sakna ráðherraembættisins: „Í einlægni alveg núna? Ekki alveg strax. Það kemur að því. Nú ætla ég bara eins og ég sagði áðan að fá að safna mínum pólitísku kröftum. Ég ætla að fara aðeins í frí og rifja aðeins upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt. Eiga góðar stundir með henni og draga mig alveg frá þessum pólitíska slag í bili,“ sagði Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu í dag ekki laus við að komast við. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ólöf Nordal segir að það hafi komið henni a óvart að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi biðja hana að taka við embætti innanríkisráðherra. Hún hefur glímt við alvarleg veikindi undanfarna mánuði en segist vel treysta sér til að taka við þeim spennandi verkefnum sem séu í ráðuneytinu. Ráðherrar í ríkisstjórnarinnar fóru að safnast einn af öðrum til Bessastaða rétt fyrir klukkan eitt í dag og forsætisráðherra kom í lögreglufylgd eins og nú er orðin hefð. Venjan er að þeir ráðherrar sem yfirgefa ríkastjórn geri það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. En Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki til Bessastaða í dag. Eftir að gamla útgáfan af ríkisstjórninni hafi fundað í skamma stund kom Ólöf til Bessastaða til að taka formlega við embættinu, skráði sig fyrst í gestabókina eins og hefðin boðar og gekk svo á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og verðandi samráðherra í Bessastaðastofu. Ólöf nú hefur þú setið þinn fyrsta ríkisráðsfund, hvernig tilfinning er það? „Hún er mjög góð,“ sagði ráðherran nýi og segir að að það hafi komið henni mjög á óvart þegar formaður flokksins bað hana að taka við embættinu og hún hafi þurft að hugsa sig um. „Já ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði,“ segir Ólöf. Hún hafi hugsað til fjölskyldunnar og svo þeirra verkefna sem framundan væru þegar hún ákvað að taka embættið að sér. Frá Bessastöðum hélt Ólöf á fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra til að létta af honum dómsmálunum. Hann fagnaði komu hennar í ríkisstjórn. Og hlakkar til að vinna með nýjum ráðherra og losna við dómsmálaráðuneytið? „Það er búið að vera bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera í því um tíma. En hins vegar sér maður eins og maður gat nú gefið sér fyrir fram að það er fullt starf að vera forsætisráðherra. Þannig að það er fínt að vera búinn að annan ráðherra í dómsmálin,“ sagði forsætisráðherra í dag. Hanna Birna kom í innanríkisráðuneytið um þrjú leytið til að afhenda Ólöfu lyklana að ráðuneytinu, sem kom í ráðuneytið skömmu síðar. Hanna veitti ekki viðtöl og sagði daginn vera Ólafar, en sagði þó þetta þegar hún var spurð hvort hún ætti eftir að sakna ráðherraembættisins: „Í einlægni alveg núna? Ekki alveg strax. Það kemur að því. Nú ætla ég bara eins og ég sagði áðan að fá að safna mínum pólitísku kröftum. Ég ætla að fara aðeins í frí og rifja aðeins upp ræturnar og kynnast fjölskyldunni upp á nýtt. Eiga góðar stundir með henni og draga mig alveg frá þessum pólitíska slag í bili,“ sagði Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu í dag ekki laus við að komast við.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent