Varðskipið Týr tók þátt í björgun 300 flóttamanna í nótt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2014 17:37 Frá björguninni. mynd/landhelgisgæslan Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun þrjú hundruð flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamanna um borð og að í hópnum væru bæði konur og börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að hvorki matur né vatn hafi verið um borð í skipinu og því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði. Jafnframt segir að varðskipið Týr hafi verið staðsett í um það bil hundrað sjómílna fjarlægð og að því hafi samstundis verið siglt á vettvang. Einnig hafi verið óskað eftir aðstoð eftirlitsskips frá ítölsku strandgæslunni.Hvorki matur né vatn var um borð í skipinu og var því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði.mynd/Landhelgisgæsla íslandsFlutningaskip á svæðinu voru fyrst til björgunar og var tekin ákvörðun um að flytja flóttafólkið um borð í eitt flutningaskipanna. Týr sigldi til móts við skipið og þegar þau mættust fóru fjórir skipverjar af Tý yfir í flutningaskipið til að vera til aðstoðar og meta ástandið fólksins en tveir úr hópnum voru slasaðir. Í morgun kom ítalska varðskipið að Tý og flutningaskipinu, en til stóð að hefja flutning á flóttafólkinu frá flutningaskipinu yfir í ítalska varðskipið. Ekki gekk þó að flytja fólkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en slæmt sjólag var á svæðinu og voru aðstæður ekki taldar boðlegar að teknu tilliti til öryggi fólksins. Því var ákveðið að flutningaskipið myndi sigla með flóttafólkið til Catania á Sikiley í fylgd varðskipsins Týs en sex varðskipsmenn voru um borð í flutningaskipinu til að hlúa að flóttafólkinu þar til komið var til hafnar. Flutningaskipið lagðist að bryggju á Ítalíu seinni partinn í dag og var þá hafist handa við að flytja fólkið frá borði.Ekki gekk að flytja fólkið frá borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var siglt til Catania á Sikiley.mynd/landhelgisgæsla íslandsÍtalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári, en flóttamennirnir koma flestir frá Norður-Afríku. Um þar síðustu mánaðamót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun þrjú hundruð flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamanna um borð og að í hópnum væru bæði konur og börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að hvorki matur né vatn hafi verið um borð í skipinu og því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði. Jafnframt segir að varðskipið Týr hafi verið staðsett í um það bil hundrað sjómílna fjarlægð og að því hafi samstundis verið siglt á vettvang. Einnig hafi verið óskað eftir aðstoð eftirlitsskips frá ítölsku strandgæslunni.Hvorki matur né vatn var um borð í skipinu og var því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði.mynd/Landhelgisgæsla íslandsFlutningaskip á svæðinu voru fyrst til björgunar og var tekin ákvörðun um að flytja flóttafólkið um borð í eitt flutningaskipanna. Týr sigldi til móts við skipið og þegar þau mættust fóru fjórir skipverjar af Tý yfir í flutningaskipið til að vera til aðstoðar og meta ástandið fólksins en tveir úr hópnum voru slasaðir. Í morgun kom ítalska varðskipið að Tý og flutningaskipinu, en til stóð að hefja flutning á flóttafólkinu frá flutningaskipinu yfir í ítalska varðskipið. Ekki gekk þó að flytja fólkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en slæmt sjólag var á svæðinu og voru aðstæður ekki taldar boðlegar að teknu tilliti til öryggi fólksins. Því var ákveðið að flutningaskipið myndi sigla með flóttafólkið til Catania á Sikiley í fylgd varðskipsins Týs en sex varðskipsmenn voru um borð í flutningaskipinu til að hlúa að flóttafólkinu þar til komið var til hafnar. Flutningaskipið lagðist að bryggju á Ítalíu seinni partinn í dag og var þá hafist handa við að flytja fólkið frá borði.Ekki gekk að flytja fólkið frá borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var siglt til Catania á Sikiley.mynd/landhelgisgæsla íslandsÍtalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári, en flóttamennirnir koma flestir frá Norður-Afríku. Um þar síðustu mánaðamót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira