Innlent

Fimm tíma fundi slitið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm
Ekkert samkomulagt náðist á fundi í kjaradeilu lækna í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk á þriðja tímanum en deiluaðilar höfðu þá fundað í tæpar fimm klukkustundir. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan þrjú á morgun.

Næsta verkfallslota lækna hefst á miðnætti í kvöld en þá leggja læknar á aðgerðarsviði, rannsóknarsviði og kvenna- og barnasviði Landspítalans niður störf auk lækna á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á heilbrigðisstofununum á landsbyggðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×