Innlent

Enn ein verkfallslotan hafin

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. VÍSIR/ERNIR
Ekkki náðist árangur á samningafundi ríkisins og Læknafélags Íslands hjá ríkissáttasemjara í gær og hófst því boðað verkfall á miðnætti, sem á að standa í tvo sólarhringa.  Það nær til lækna á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins , heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og þriggja sviða Landsspítalans.

Það eru aðgerðarsvið, rannsóknasvið og og kvenna og barnasvilð. Verkfall á rannsóknasviði mun trufla störf skurðlækna, sem ekki eru í verkfalli, og valda því að einhverjum aðgerðum verður að líkindum frestað, en verkfall þeirra hefst svo á miðvikudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×