Innlent

Læknanemar afhentu fjármálaráðherra lista til stuðnings lækna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni tók við listanum í dag.
Bjarni tók við listanum í dag. vísir/vilhelm
Læknanemar við læknadeild Háskóla Íslands afhentu í dag Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra undirskriftarlista, sem rúmlega tvö hundruð íslenskir læknanemar á 4.-6. ári hafa skrifað undir.

Um er að ræða yfirlýsingu þess efnis að þeir munu ekki sækja um stöður kandídata eða aðstoðarlækna á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en samningar nást milli ríkis og lækna.

Afhendingin fór fram fyrir framan fjármálaráðuneytið en Bjarni samþykkti að hitta læknanema og tók á móti listunum.

vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×