Viðræðum grunnskólakennara og sveitarfélaganna var slitið um klukkan sex í morgun eftir 18 klukkustunda samningalotu og kennarar fjölmenntu á Ingólfstorg klukkan tíu. Þar var nokkur hiti í fundarmönnum og hafði Ásdís Ólafsdóttir, íþróttakennari í Snælandsskóla, þetta að segja:
„Við erum orðin öskureið. Foreldrar ættu að berjast með okkur, fyrir skólana. Við kennarar viljum fá leiðréttingu, núna. Ég er búin að vera kennari í 44 ár og launin mín ná ekki 400 þúsund krónum. Þetta eru skítalaun,“ sagði Ásdís.
Sest var aftur að samningaborðinu um þrjúleytið í dag en ekkert nýtt liggur fyrir.
Svo þið eruð engu nær því að semja en í morgun?
„Á meðan maður fer ekki aftur á bak má eiginlega segja að maður fari áfram,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. „En við erum ekki komin á þann stað að loka þessu.“
Næsta vinnustöðvun er fyrirhuguð á miðvikudaginn og Ólafur segir allt kapp lagt á að semja sem fyrst. Hann segir heiðarleika ríkja í samingaviðræðunum.
„Það hefur stundum skort traust á milli okkar; þ.e. ekki á milli samninganefndanna sem slíkra en á milli stéttarinnar og sveitastjórnanna og þetta lítur heldur betur út en það hefur gert, það verður að segjast eins og er.“
„Við erum orðin öskureið“

Tengdar fréttir

Vinnustöðvun takist ekki að semja í dag
Grunnskólakennarar leggja niður vinnu á morgun ef ekki nást samningar milli þeirra og sveitarfélaganna. Vilja sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun og sem bera sambærilega ábyrgð. Útifundir skipulagðir.

Kennarar sungu með Pollapönkurum
Grunnskólakennarar fjölmenntu á Ingólfstorgi í morgun og mættu yfir þúsund manns á fundinn. Þá voru baráttufundir haldnir víða um land. Mikill hiti var í kennurum og samstaðan mikil.

Grunnskólakennarar fylltu Ingólfstorg
Grunnskólakennarar efndu til baráttufundar á Ingólfstorgi klukkan 10 í morgun og mættu yfir þúsund kennarar á fundinn. Einnig voru haldnir baráttufundir víðar um landið.

Hlé gert á viðræðum: Verkfall í grunnskólum landsins
Hlé var gert á samningafundi grunnskólakennara og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara klukkan sex í morgun eftir 18 klukkustunda samningatörn.