Innlent

Búast við hættulegum vindhviðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í kvöld mun kólna með slydduéljum og síðar éljum á V-helmingi landsins.
Í kvöld mun kólna með slydduéljum og síðar éljum á V-helmingi landsins. Vísir/Vilhelm
Búast má við því að vindhviður við fjöll verði hættulegar eftir hádegi og fari jafnvel yfir 50 metra á sekúndu þegar verst lætur. Veðurstofa Íslands segir að ekkert ferðaveður verði í dag. Hættulegustu vindhviðurnar verða Vestanlands núna síðdegis en á Norðurlandi frá því seint í kvöld og fram á mánudagsmorgun.

Um leið og hvessir framan af degi má gera ráð fyrir hviðum 35 til 45 metra á sekúndu á utanverðu Kjalarnesi og Hafnarfjalli um hádegið. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að um sex leytið lægi þar í skamma stund áður en aftur skellur á SV-átt og sums staðar ofsaveður með krapa og éljum.

Hvassast verður á SV-landinu í kvöld og á Norðurlandi á miðnætti og fram á morgun. Í kvöld mun kólna með slydduéljum og síðar éljum á V-helmingi landsins.


Tengdar fréttir

Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna.

Óveður í dag

Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×