Innlent

Langt síðan við höfum séð svona ljóta ölduspá

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ölduspáin fyrir miðnætti. Rauður og appelsínugulur litur táknar hættulegar öldur.
Ölduspáin fyrir miðnætti. Rauður og appelsínugulur litur táknar hættulegar öldur. Kort/Vegagerðin.
„Það er ansi langt síðan við höfum séð svona ljóta ölduspá,“ segir Gísli Viggósson hafnaverkfræðingur í samtali við fréttamann Stöðvar 2. Spáð er allt að tíu metra ölduhæð í kvöld og í nótt við suður- og vesturströndina. Samkvæmt ölduspá Vegagerðarinnar má búast við hættulegum öldum allt frá Snæfellsnesi til Dyrhólaeyjar frá því síðdegis í dag og fram undir morgun.

„Ég held að hafnirnar eigi að þola þetta. Hafnirnar eru varðar fyrir þessu,“ segir Gísli en brýnir þó fyrir mönnum að hafa varann á og huga að eigum sínum.

Frá Sandgerðishöfn.
Hann býst við að mesta álagið verði í Sandgerðishöfn, Grindavík og Þorlákshöfn í kringum miðnætti en þá er flóð suðvestanlands. Hann nefnir einnig Vestmannaeyjar og hafnirnar á utanverðu Snæfellsnesi; Arnarstapa, Rif og Ólafsvík. Það sé þó bót í máli að það sé ekki stórstraumsflóð og það muni miklu. 

Gísli tekur fram að menn hafi séð það verra áður og telur að þetta verði ekki átök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×