Innlent

Fyrstu útköll óveðursins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Búast má við að einhverjar þakplötur losni á meðan veðrið gengur yfir.
Búast má við að einhverjar þakplötur losni á meðan veðrið gengur yfir. mynd/aðsend
Óveðrið, sem ganga á yfir suður- og vesturhluta landsins í dag og á morgun, hefur náð landi. Vindhraði er víða farinn að nálgast 30 m/s. Björgunarsveitarmenn um allt land eru í startholunum og sumir þeirra hafa nú þegar þurft að fara í útköll.

„Eins og alltaf þegar veðurspáin er svona þá eru okkar menn í viðbragðsstöðu og tilbúnir að aðstoða fólk við þau mál sem koma upp,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.



Hún bætir við að fyrstu útköll dagsins hafi litið dagsins ljós. Björgunarfélag Vestmannaeyja reið á vaðið og skömmu síðar voru liðsmenn björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík kallaðar út. Erindin voru brotnar rúður og lausar þakplötur.

„Við munum standa vaktina í allan dag og alla nótt og í raun eins lengi og þörf krefur,“ segir Ólöf jafnframt. Hún geti hins vegar ekki sagt hve margir séu tilbúnir í göllunum enda sé um sjálfboðastarf að ræða og mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir mæti í útkall eður ei.


Tengdar fréttir

Óveður í dag

Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×