Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. nóvember 2014 16:34 Flugstöð Leifs Eiríkssonar vísir/gva Óveður það er nú geysar hefur áhrif á ferðir ýmissa ferðamanna. Fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það fer af stað út á þjóðvegi landsins og að auki hefur talsverð röskun orðið á flugferðum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri og ekki er áætlað að það hefjist á ný fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Einnig hefur millilandaflug raskast en alls hefur tólf flugum verið aflýst, sjö komum og fimm brottförum. „Við höfum þurft að aflýsa tveimur ferðum til London og Berlín sem og ferðum til baka frá sömu völlum í kvöld,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. Hún bendir farþegum á að fylgjast með heimasíðu félagsins sem og upplýsingum um komur og brottfarir. Einnig hafi flugvél á leið til landsins frá Kaupmannahöfn þurft að lenda á Akureyri en henni verður flogið til Keflavíkur við fyrsta tækifæri. „Nokkrar ferðir hjá okkur hafa fallið niður. London, Osló og Stokkhólmur til að mynda og þá ferðir til baka. Þetta hefur áhrif á um 1.500 farþega,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að vonast sé til að vélar félagsins á leið vestur yfir haf komist í loftið nú síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið muni þjónusta vélar eftir fremsta megni. Ef vindur verði hins vegar of mikill þá sé ekki hægt að leggja vélunum upp að landgöngum og ómögulegt að þjónusta þær. Vonandi finnist samt svigrúm til að koma sem flestum vélum á loft. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum um flug sín. Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óveður það er nú geysar hefur áhrif á ferðir ýmissa ferðamanna. Fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það fer af stað út á þjóðvegi landsins og að auki hefur talsverð röskun orðið á flugferðum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri og ekki er áætlað að það hefjist á ný fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Einnig hefur millilandaflug raskast en alls hefur tólf flugum verið aflýst, sjö komum og fimm brottförum. „Við höfum þurft að aflýsa tveimur ferðum til London og Berlín sem og ferðum til baka frá sömu völlum í kvöld,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. Hún bendir farþegum á að fylgjast með heimasíðu félagsins sem og upplýsingum um komur og brottfarir. Einnig hafi flugvél á leið til landsins frá Kaupmannahöfn þurft að lenda á Akureyri en henni verður flogið til Keflavíkur við fyrsta tækifæri. „Nokkrar ferðir hjá okkur hafa fallið niður. London, Osló og Stokkhólmur til að mynda og þá ferðir til baka. Þetta hefur áhrif á um 1.500 farþega,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að vonast sé til að vélar félagsins á leið vestur yfir haf komist í loftið nú síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið muni þjónusta vélar eftir fremsta megni. Ef vindur verði hins vegar of mikill þá sé ekki hægt að leggja vélunum upp að landgöngum og ómögulegt að þjónusta þær. Vonandi finnist samt svigrúm til að koma sem flestum vélum á loft. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum um flug sín.
Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira