Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. nóvember 2014 16:34 Flugstöð Leifs Eiríkssonar vísir/gva Óveður það er nú geysar hefur áhrif á ferðir ýmissa ferðamanna. Fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það fer af stað út á þjóðvegi landsins og að auki hefur talsverð röskun orðið á flugferðum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri og ekki er áætlað að það hefjist á ný fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Einnig hefur millilandaflug raskast en alls hefur tólf flugum verið aflýst, sjö komum og fimm brottförum. „Við höfum þurft að aflýsa tveimur ferðum til London og Berlín sem og ferðum til baka frá sömu völlum í kvöld,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. Hún bendir farþegum á að fylgjast með heimasíðu félagsins sem og upplýsingum um komur og brottfarir. Einnig hafi flugvél á leið til landsins frá Kaupmannahöfn þurft að lenda á Akureyri en henni verður flogið til Keflavíkur við fyrsta tækifæri. „Nokkrar ferðir hjá okkur hafa fallið niður. London, Osló og Stokkhólmur til að mynda og þá ferðir til baka. Þetta hefur áhrif á um 1.500 farþega,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að vonast sé til að vélar félagsins á leið vestur yfir haf komist í loftið nú síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið muni þjónusta vélar eftir fremsta megni. Ef vindur verði hins vegar of mikill þá sé ekki hægt að leggja vélunum upp að landgöngum og ómögulegt að þjónusta þær. Vonandi finnist samt svigrúm til að koma sem flestum vélum á loft. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum um flug sín. Veður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Óveður það er nú geysar hefur áhrif á ferðir ýmissa ferðamanna. Fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það fer af stað út á þjóðvegi landsins og að auki hefur talsverð röskun orðið á flugferðum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri og ekki er áætlað að það hefjist á ný fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Einnig hefur millilandaflug raskast en alls hefur tólf flugum verið aflýst, sjö komum og fimm brottförum. „Við höfum þurft að aflýsa tveimur ferðum til London og Berlín sem og ferðum til baka frá sömu völlum í kvöld,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. Hún bendir farþegum á að fylgjast með heimasíðu félagsins sem og upplýsingum um komur og brottfarir. Einnig hafi flugvél á leið til landsins frá Kaupmannahöfn þurft að lenda á Akureyri en henni verður flogið til Keflavíkur við fyrsta tækifæri. „Nokkrar ferðir hjá okkur hafa fallið niður. London, Osló og Stokkhólmur til að mynda og þá ferðir til baka. Þetta hefur áhrif á um 1.500 farþega,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að vonast sé til að vélar félagsins á leið vestur yfir haf komist í loftið nú síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið muni þjónusta vélar eftir fremsta megni. Ef vindur verði hins vegar of mikill þá sé ekki hægt að leggja vélunum upp að landgöngum og ómögulegt að þjónusta þær. Vonandi finnist samt svigrúm til að koma sem flestum vélum á loft. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum um flug sín.
Veður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira