Innlent

Fólk beðið um að líma rúður sínar að innan

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Að líma rúður að innan er alþekkt ráð er óveður geysar. Þessi mynd er frá Ástralíu.
Að líma rúður að innan er alþekkt ráð er óveður geysar. Þessi mynd er frá Ástralíu. vísir/getty
Aðgerðarstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum beinir þeim tilmælum til fólks að teipa rúður á húsum sínum að innan vegna hættu á því að þær brotni.

Mikill vindur er á þessum slóðum í augnablikinu og hafa mestur hviðurnar náð allt að fimmtíu metrum á sekúndu.

Um sextíu björgunarsveitarmenn eru nú við störf á Suðurnesjum samkvæmt Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingar fulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Útköll hefðu verið fá um kaffileytið en hefði fjölgað nú um kvöldmatarleitið. Sem betur fer hefðu ekkert stórtjón orðin, aðeins brotnar rúður og lausar þakplötur. Einnig hafi borist fregnir af trjám sem voru við það að falla um koll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×