Hlutu Hagnýtingarverðlaun HÍ fyrir upplýsingakerfi fyrir sæfarendur Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2014 18:48 Frá afhendingunni fyrr í dag. Mynd/Háskóli Íslands Upplýsingakerfi sem auðvelda á siglingar og fiskveiðar við Íslandsstrendur bar sigur úr býtum í samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2014. Verðlaunin voru afhent í Hátíðasal skólans fyrr í dag sen þetta var í sextánda sinn sem verðlaunin voru afhent. Tvö önnur verkefni, sem snúa að táknmálskennslu á vefnum annars vegar og notkun á útrunnum blóðflögum til stofnfrumuræktunar hins vegar, fengu einnig verðlaun. Markmiðið með veitingu Hagnýtingarverðlaunanna er að laða fram hagnýt verkefni sem starfsmenn og nemendur vinna að og stuðla að nýsköpun innan skólans. Þrettán tillögur bárust í keppnina og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Val á verðlaunaverkefnum var í höndum sérstakrar dómnefndar en hún horfði m.a. til þess hversu fljótt væri hægt að hagnýta tillöguna, hvort hún styddi við stefnu og starfsemi háskólans, hversu frumleg hún væri og hvaða ávinning hún hefði fyrir samfélagið. „Verkefnið „Marsýn – SeaState upplýsingakerfi fyrir sæfarendur“ hlaut fyrstu verðlaun sem nema einni milljón króna. Að verkefninu standa Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði og fiskavistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Kai Logemann, sérfræðingur við Líf- og umhverfisvísindastofnun skólans. Verkefnið byggist á tæplega tíu ára vinnu þeirra og felst í hönnun þrívíddarstraumalíkans sem lýsir hafinu í kringum Ísland í hárri upplausn. Um er að ræða fullmótað upplýsingakerfi fyrir sæfarendur sem spáir fyrir um ástand sjávar, svo sem ölduhæð, hitastig, seltu og strauma. Þetta er fyrsta upplýsingakerfi sinnar tegundar og með því geta sæfarendur skipulagt siglingar, og mögulega fiskveiðar í framtíðinni, með mun öruggari hætti en hingað til hefur verið hægt. Ekki er síður mikilvægt að nota má upplýsingakerfið til að spá fyrir um útbreiðslu spilliefna í hafinu. Þegar hefur verið stofnað sprotafyrirtæki sem byggist á verkefninu og er þróun upplýsingakerfisins langt á veg komin.„Táknmálskennsla á vefnum“ Önnur verðlaun, sem nema 500 þúsund krónum, komu í hlut verkefnisins „Táknmálskennsla á vefnum“. Að baki verkefninu standa þau Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum, Jóhannes Gísli Jónsson, lektor í málfræði, bæði við Íslensku- og menningardeild, Elísa G. Brynjólfsdóttir málfræðingur, Árný Guðmundsdóttir, táknmálstúlkur og ritstjóri vefsins SignWiki, Davíð Bjarnason, doktor í mannfræði og verkefnisstjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Elsa G. Björnsdóttir þýðandi, Kristín Lena Þorvaldsdóttir málfræðingur, Tómas Ásgeir Evertsson tæknimaður og Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Verkefnið felst í því að skrifa fræðilegar greinar um málfræði íslenska táknmálsins og tengja þær SignWiki sem er þekkingarbrunnur um táknmál og rafræn táknmálsorðabók. Myndbandsdæmi, sem var þegar að finna á SignWiki, eru notuð til skýringar en að auki er bætt við eftir þörfum. Lesandi fræðigreinanna getur því séð upptökur með öllum dæmum sem vísað er í og þannig séð hvernig tákn eða setningar eru myndaðar í íslensku táknmáli á mun skýrari hátt en hægt væri að koma á framfæri með ritmáli eða myndum. Verkefnið gerir fræðigreinar um íslenskt táknmál aðgengilegri öllum þeim sem þurfa eða vilja fræðast um táknmál. Greinarnar eru að auki þýddar á íslenskt táknmál, sem veitir málnotendunum sjálfum í fyrsta sinn aðgang að fræðilegri umfjöllun um sitt eigið móðurmál á móðurmáli sínu, táknmálinu sjálfu. Slíkt er fátítt í heiminum því oftast er umfjöllun um táknmál á ritmáli.Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum Þriðju verðlaun, sem nema 250 þúsund krónum, hlaut verkefnið „Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögum til ræktunar á miðlagsstofnfrumum“. Að verkefninu standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, klínískur lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og dósent við Háskólann í Reykjavík, Ramona Lieder nýdoktor, Hildur Sigurgrímsdóttir, lífeindafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, Kristbjörg Gunnarsdóttir lífeindafræðingur og Kristján Torfi Örnólfsson læknanemi. Verkefnið snýst um að bæta þær aðferðir sem notaðar eru til að rækta beinmyndandi stofnfrumur á rannsóknastofum í dag. Hingað til hefur gengið illa að leysa af hólmi dýraafurðir við stofnfrumuræktun en rannsóknarhópurinn hefur nú fundið leið til að nýta útrunnar blóðflögur, sem annars væri fargað, til að framleiða bætiefni fyrir frumurnar. Verkefnið er langt á veg komið og nú þegar er unnt að nýta afurðir þess við ræktun stofnfrumna. Þá er hafinn undirbúningur að stofnun sprotafyrirtækis. Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Tæknigarðs, Árnason|Faktor og Einkaleyfastofunnar sem leggja til verðlaunafé auk þátttöku í dómnefnd,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Upplýsingakerfi sem auðvelda á siglingar og fiskveiðar við Íslandsstrendur bar sigur úr býtum í samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2014. Verðlaunin voru afhent í Hátíðasal skólans fyrr í dag sen þetta var í sextánda sinn sem verðlaunin voru afhent. Tvö önnur verkefni, sem snúa að táknmálskennslu á vefnum annars vegar og notkun á útrunnum blóðflögum til stofnfrumuræktunar hins vegar, fengu einnig verðlaun. Markmiðið með veitingu Hagnýtingarverðlaunanna er að laða fram hagnýt verkefni sem starfsmenn og nemendur vinna að og stuðla að nýsköpun innan skólans. Þrettán tillögur bárust í keppnina og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Val á verðlaunaverkefnum var í höndum sérstakrar dómnefndar en hún horfði m.a. til þess hversu fljótt væri hægt að hagnýta tillöguna, hvort hún styddi við stefnu og starfsemi háskólans, hversu frumleg hún væri og hvaða ávinning hún hefði fyrir samfélagið. „Verkefnið „Marsýn – SeaState upplýsingakerfi fyrir sæfarendur“ hlaut fyrstu verðlaun sem nema einni milljón króna. Að verkefninu standa Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði og fiskavistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Kai Logemann, sérfræðingur við Líf- og umhverfisvísindastofnun skólans. Verkefnið byggist á tæplega tíu ára vinnu þeirra og felst í hönnun þrívíddarstraumalíkans sem lýsir hafinu í kringum Ísland í hárri upplausn. Um er að ræða fullmótað upplýsingakerfi fyrir sæfarendur sem spáir fyrir um ástand sjávar, svo sem ölduhæð, hitastig, seltu og strauma. Þetta er fyrsta upplýsingakerfi sinnar tegundar og með því geta sæfarendur skipulagt siglingar, og mögulega fiskveiðar í framtíðinni, með mun öruggari hætti en hingað til hefur verið hægt. Ekki er síður mikilvægt að nota má upplýsingakerfið til að spá fyrir um útbreiðslu spilliefna í hafinu. Þegar hefur verið stofnað sprotafyrirtæki sem byggist á verkefninu og er þróun upplýsingakerfisins langt á veg komin.„Táknmálskennsla á vefnum“ Önnur verðlaun, sem nema 500 þúsund krónum, komu í hlut verkefnisins „Táknmálskennsla á vefnum“. Að baki verkefninu standa þau Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum, Jóhannes Gísli Jónsson, lektor í málfræði, bæði við Íslensku- og menningardeild, Elísa G. Brynjólfsdóttir málfræðingur, Árný Guðmundsdóttir, táknmálstúlkur og ritstjóri vefsins SignWiki, Davíð Bjarnason, doktor í mannfræði og verkefnisstjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Elsa G. Björnsdóttir þýðandi, Kristín Lena Þorvaldsdóttir málfræðingur, Tómas Ásgeir Evertsson tæknimaður og Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Verkefnið felst í því að skrifa fræðilegar greinar um málfræði íslenska táknmálsins og tengja þær SignWiki sem er þekkingarbrunnur um táknmál og rafræn táknmálsorðabók. Myndbandsdæmi, sem var þegar að finna á SignWiki, eru notuð til skýringar en að auki er bætt við eftir þörfum. Lesandi fræðigreinanna getur því séð upptökur með öllum dæmum sem vísað er í og þannig séð hvernig tákn eða setningar eru myndaðar í íslensku táknmáli á mun skýrari hátt en hægt væri að koma á framfæri með ritmáli eða myndum. Verkefnið gerir fræðigreinar um íslenskt táknmál aðgengilegri öllum þeim sem þurfa eða vilja fræðast um táknmál. Greinarnar eru að auki þýddar á íslenskt táknmál, sem veitir málnotendunum sjálfum í fyrsta sinn aðgang að fræðilegri umfjöllun um sitt eigið móðurmál á móðurmáli sínu, táknmálinu sjálfu. Slíkt er fátítt í heiminum því oftast er umfjöllun um táknmál á ritmáli.Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum Þriðju verðlaun, sem nema 250 þúsund krónum, hlaut verkefnið „Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögum til ræktunar á miðlagsstofnfrumum“. Að verkefninu standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, klínískur lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og dósent við Háskólann í Reykjavík, Ramona Lieder nýdoktor, Hildur Sigurgrímsdóttir, lífeindafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, Kristbjörg Gunnarsdóttir lífeindafræðingur og Kristján Torfi Örnólfsson læknanemi. Verkefnið snýst um að bæta þær aðferðir sem notaðar eru til að rækta beinmyndandi stofnfrumur á rannsóknastofum í dag. Hingað til hefur gengið illa að leysa af hólmi dýraafurðir við stofnfrumuræktun en rannsóknarhópurinn hefur nú fundið leið til að nýta útrunnar blóðflögur, sem annars væri fargað, til að framleiða bætiefni fyrir frumurnar. Verkefnið er langt á veg komið og nú þegar er unnt að nýta afurðir þess við ræktun stofnfrumna. Þá er hafinn undirbúningur að stofnun sprotafyrirtækis. Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Tæknigarðs, Árnason|Faktor og Einkaleyfastofunnar sem leggja til verðlaunafé auk þátttöku í dómnefnd,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira