Læra köfun og brimbrettareið í Menntaskólanum á Tröllaskaga Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2014 12:17 Útivstaráfanginn leyfir nemendum að kljást við margvíslegar þrautir. Mynd/MTR Menntaskólinn á Tröllaskaga, sem hóf störf árið 2010 fer ótroðnar slóðir uppbyggingu áfanga við skólann. Einn áfanginn er tileinkaður útivist þar sem nemendum er boðið upp á nám í útivist þar sem áfanginn er að mestu leyti verklegur. Nemendur kynnast undistöðuatriðum í fjölda áhugaverðra tómstunda, svo sem klettaklifri, sigi, brimbrettareið, sjósundi og fjallamennsku, svo dæmi séu tekin. Í vikunni var nemendum kennd köfun í sundlauginni í Ólafsfirði og léku sér á brimbrettum í firðinum. Nemendur taka þessum áfanga vel þar sem mikil áhersla er lögð á að þeir verði sjálfstæðir í óbyggðum, geti metið aðstæður, til að mynda við breytt veðurskilyrði með tilliti til öryggis og taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi leiðarval og notkun öryggisbúnaðar. Lára stefánsdóttir, skólameistar Menntaskólans á Tröllaskaga, segir þennan áfanga vera mjög vinsælan hjá nemendum þar sem þau tileinka sér mikla þekkingu. "Þessi áfangi veitir nemendum mikla og góða þekkingu sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni. Verkleg þekking sem þessi má ekki vanmeta á nokkurn hátt. Þarna fá þau að kljást við náttúruna í allri sinni dýrð og læra að meta hvað hún hefur upp á að bjóða."Nemendur lærðu köfun í vikunni í sundlaug ÓlafsfjarðarMynd/MTRKraftur í unga fólkinu. "Við höfum látið þau fara í helgarferð yfir í Héðinsfjörð þar sem þau verða að skipuleggja helgi fjarri alfaraleið þar sem nemendur verða að spjara sig sjálfir. Þar hafa þau gist í fjallaskálum og einnig höfum við farið með þau í tjaldgistingu í snjó. Auðvitað er það gert undir handleiðslu vanra einstaklinga og gætt fyllsta öryggis. En í ferðum sem þessum verða þau að reiða sig á hópinn og vinna vel saman að ákveðnu markmiði. Þetta hefur gefist vel og nemendur eru ánægðir með að breyta til." Áfanginn kemur ekki í stað hinna venjubundnu íþróttatíma, heldur er þett hluti af íþrótta og útivistarbraut skólans. Að námi loknu eiga nemendur að vera búin að öðlast þekkingu á helsta útbúnaði til útivistar, ferðast um óbyggðir á öruggan og ábyrgan hátt, metið aðstæður og tekið skynsamlegar ákvarðanir í samræmi við þær. Einnig leggur skólinn mikið upp úr því að nemendur geti tekið virkan þátt í upplýstri umræðu og rökræðu um málefni er tengjast náttúru og útivist.Mynd/MTRMynd/MTRMynd/MTRMynd/MTRMynd/MTR Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Menntaskólinn á Tröllaskaga, sem hóf störf árið 2010 fer ótroðnar slóðir uppbyggingu áfanga við skólann. Einn áfanginn er tileinkaður útivist þar sem nemendum er boðið upp á nám í útivist þar sem áfanginn er að mestu leyti verklegur. Nemendur kynnast undistöðuatriðum í fjölda áhugaverðra tómstunda, svo sem klettaklifri, sigi, brimbrettareið, sjósundi og fjallamennsku, svo dæmi séu tekin. Í vikunni var nemendum kennd köfun í sundlauginni í Ólafsfirði og léku sér á brimbrettum í firðinum. Nemendur taka þessum áfanga vel þar sem mikil áhersla er lögð á að þeir verði sjálfstæðir í óbyggðum, geti metið aðstæður, til að mynda við breytt veðurskilyrði með tilliti til öryggis og taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi leiðarval og notkun öryggisbúnaðar. Lára stefánsdóttir, skólameistar Menntaskólans á Tröllaskaga, segir þennan áfanga vera mjög vinsælan hjá nemendum þar sem þau tileinka sér mikla þekkingu. "Þessi áfangi veitir nemendum mikla og góða þekkingu sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni. Verkleg þekking sem þessi má ekki vanmeta á nokkurn hátt. Þarna fá þau að kljást við náttúruna í allri sinni dýrð og læra að meta hvað hún hefur upp á að bjóða."Nemendur lærðu köfun í vikunni í sundlaug ÓlafsfjarðarMynd/MTRKraftur í unga fólkinu. "Við höfum látið þau fara í helgarferð yfir í Héðinsfjörð þar sem þau verða að skipuleggja helgi fjarri alfaraleið þar sem nemendur verða að spjara sig sjálfir. Þar hafa þau gist í fjallaskálum og einnig höfum við farið með þau í tjaldgistingu í snjó. Auðvitað er það gert undir handleiðslu vanra einstaklinga og gætt fyllsta öryggis. En í ferðum sem þessum verða þau að reiða sig á hópinn og vinna vel saman að ákveðnu markmiði. Þetta hefur gefist vel og nemendur eru ánægðir með að breyta til." Áfanginn kemur ekki í stað hinna venjubundnu íþróttatíma, heldur er þett hluti af íþrótta og útivistarbraut skólans. Að námi loknu eiga nemendur að vera búin að öðlast þekkingu á helsta útbúnaði til útivistar, ferðast um óbyggðir á öruggan og ábyrgan hátt, metið aðstæður og tekið skynsamlegar ákvarðanir í samræmi við þær. Einnig leggur skólinn mikið upp úr því að nemendur geti tekið virkan þátt í upplýstri umræðu og rökræðu um málefni er tengjast náttúru og útivist.Mynd/MTRMynd/MTRMynd/MTRMynd/MTRMynd/MTR
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira