„Fólkið kemur ekki flugvallarins vegna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 17:32 vísir/valli Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira