„Fólkið kemur ekki flugvallarins vegna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 17:32 vísir/valli Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira