Segja „eingáttastefnu stjórnvalda“ skaða Ísland Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2014 17:22 „Nú þegar stefnt er að allt að 15 milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli virðist ljóst að stefna stjórnvalda sé að byggja þar upp einu millilandagátt landsins,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Valli Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í fréttatilkynningu segja þau brýnt að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Austurbrú, Markaðsstofa Vestfjarða, Markaðsstofa Norðurlands, Eyþing og Fjórðungssamband Vestfirðinga skora í tilkynningunni á að stjórnvöld beiti sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opni þegar í stað aðra gátt inn í landið. „Nú þegar stefnt er að allt að 15 milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli virðist ljóst að stefna stjórnvalda sé að byggja þar upp einu millilandagátt landsins. Þetta skýtur skökku við þegar litið er til þróunar undangenginna ára og þeirra krafna sem heyrast í auknum mæli frá erlendum ferðaþjónustuaðilum um aukna fjölbreytni og valkosti í ferðum til Íslands. Þetta er enn fremur athyglisvert í ljósi yfirlýsinga um nauðsyn þess að dreifa stórauknum ferðamannastraumi um landið, sbr. ferðamálaáætlun, byggðaáætlun 2014 – 2017 og skýrslu Boston Consulting Group sem var m.a. unnin fyrir Isavia. Stjórnvöld verða að búa varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli kröfur um þjónustustig vegna aukinnar umferðar, auk þess sem öryggi sjúklinga á stórum svæðum er stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja, eins og nýlegt dæmi frá Alexandersflugvelli sannar. Brýnt er að ríkið (Isavia) tryggi nauðsynlegt fjármagn til þessara framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þeir aðilar sem að þessari ályktun standa eru tilbúnir að taka þátt í þeirri nauðsynlegu stefnumörkun sem þarf að eiga sér stað í íslenskri ferðaþjónustu, ekki síst hvað varðar aðrar fluggáttir inn í landið. Leiða má að því líkum að með því að hafa Keflavíkurflugvöll í forgrunni sem gátt fyrir millilandaflug séu stjórnvöld að stuðla að byggðaröskun. Þannig er flutningur starfa af landsbyggðinni, m.a. í fiskvinnslu, bein afleiðing þessa en birtist jafnframt í lakri nýtingu fjárfestingu í atvinnuuppbyggingu um land allt umfram 100 km akstursvegalengdar frá höfuðborgarsvæði. Stjórnvöld stýra því hvernig þessi uppbygging á sér stað. Stjórnvöldum er í lófa lagið að beina aukinni ásókn erlendra flugrekenda í aðrar áttir en til Keflavíkur og þannig auðvelda dreifingu ferðamanna um landið. Á sama tíma myndu þau stuðla að bættum samgöngum við umheiminn frá landinu öllu,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í fréttatilkynningu segja þau brýnt að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Austurbrú, Markaðsstofa Vestfjarða, Markaðsstofa Norðurlands, Eyþing og Fjórðungssamband Vestfirðinga skora í tilkynningunni á að stjórnvöld beiti sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opni þegar í stað aðra gátt inn í landið. „Nú þegar stefnt er að allt að 15 milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli virðist ljóst að stefna stjórnvalda sé að byggja þar upp einu millilandagátt landsins. Þetta skýtur skökku við þegar litið er til þróunar undangenginna ára og þeirra krafna sem heyrast í auknum mæli frá erlendum ferðaþjónustuaðilum um aukna fjölbreytni og valkosti í ferðum til Íslands. Þetta er enn fremur athyglisvert í ljósi yfirlýsinga um nauðsyn þess að dreifa stórauknum ferðamannastraumi um landið, sbr. ferðamálaáætlun, byggðaáætlun 2014 – 2017 og skýrslu Boston Consulting Group sem var m.a. unnin fyrir Isavia. Stjórnvöld verða að búa varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli kröfur um þjónustustig vegna aukinnar umferðar, auk þess sem öryggi sjúklinga á stórum svæðum er stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja, eins og nýlegt dæmi frá Alexandersflugvelli sannar. Brýnt er að ríkið (Isavia) tryggi nauðsynlegt fjármagn til þessara framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þeir aðilar sem að þessari ályktun standa eru tilbúnir að taka þátt í þeirri nauðsynlegu stefnumörkun sem þarf að eiga sér stað í íslenskri ferðaþjónustu, ekki síst hvað varðar aðrar fluggáttir inn í landið. Leiða má að því líkum að með því að hafa Keflavíkurflugvöll í forgrunni sem gátt fyrir millilandaflug séu stjórnvöld að stuðla að byggðaröskun. Þannig er flutningur starfa af landsbyggðinni, m.a. í fiskvinnslu, bein afleiðing þessa en birtist jafnframt í lakri nýtingu fjárfestingu í atvinnuuppbyggingu um land allt umfram 100 km akstursvegalengdar frá höfuðborgarsvæði. Stjórnvöld stýra því hvernig þessi uppbygging á sér stað. Stjórnvöldum er í lófa lagið að beina aukinni ásókn erlendra flugrekenda í aðrar áttir en til Keflavíkur og þannig auðvelda dreifingu ferðamanna um landið. Á sama tíma myndu þau stuðla að bættum samgöngum við umheiminn frá landinu öllu,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent