Innlent

Leitin engan árangur borið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arkadiusz Pawel Maciag er enn saknað.
Arkadiusz Pawel Maciag er enn saknað.
Víðtæk leit að Arkadiusz Pawel Maciag, liðlega fertugum pólskum karlmanni, sem hófst á Reykjanesi upp úr miðnætti, hefur enn engan árangur borið. Síðast náðist símasamband við hann um klukkan þrjú í nótt og var hann þá orðinn blautur og kaldur.

Maðurinn er í heimsókn hjá vinafólki hér á landi og þegar því fór að lengja eftir honum í gærkvöldi fór að svipast um eftir  honum,  en þar sem það bar ekki árangur hófst formleg leit upp úr miðnætti.

Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn tóku þátt í henni í nótt og fjölgar enn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á svæðið í nótt til að miða út farsíma mannsins, sem leiddi til þess að leitarsvæðið var þrengt. Það er nú austur af flugvallarsvæðinu og í grennd við Sandgerði og Garð.

Af og til náðist símasamband við hann,  en hann gat ekki gefið greinargóða lýsingu á staðháttum. Í ráði er að þyrla hefji aftur leit nú í hádeginu. Maðurinn er dökkhærður og dökklæddur og biður lögreglan á Suðurnesjum alla þá sem kunna að hafa orðið varir við hann að láta sig vita í síma 420-1800.


Tengdar fréttir

Víðtæk leit að ferðamanni á Reykjanesi

Víðtæk leit hefur staðið í alla nótt á Reykjanesi að Arkadiusz Pawel Maciag, liðlega fertugum pólskum karlmanni, sem er í heimsókn hjá vinafólki hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×