Ráðherra skipti sér ekki pólitískt af virkjanakostum Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2014 20:49 Umhverfisráðherra segir mikilvægt að framkvæmdavaldið skipti sér ekki með pólitískum hætti að forgangsröðun virkjanakosta í landinu en Alþingi hafi rétt til að fjalla um þessi mál. Hann telur aftur á móti ekki skynsamlegt að setja allar þær virkjanir í nýtingarflokk sem formaður atvinnuveganefndar leggur til. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að sjö virkjanakostum yrði bætt við tillögu umhverfisráðherra um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra segir formann nefndarinnar hafa rædd hugmyndir sínar við hann. „En það kannski kom flatt upp á mig að tillagan kæmi fram á þessum tíma. Áður en við höfðum haft ráðrúm til að ræða þetta m.a. í þingflokki Framsóknarmanna eins og komið hefur fram,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi geti hins vegar gert hluti sem framkvæmdavaldið geti ekki þegar kemur að rammaáætlun og almennri lagasetningu. „Ég lagði auðvitað ekki fram þessa tillögu, heldur bara um einn kost. Ég hef hins vegar sagt að mér þætti það eðlilegt að þingið hefði svigrúm til að skoða fleiri kosti,“ segir umhverfisráðherra. Aftur á móti hafi hann einnig sagt að það væru ekki allir þeirra kosta skynsamlegir sem formaður atvinnuveganefndar leggur til að fari í nýtingarflokk. „Við getum nefnt kosti eins og Skrokköldu og hágöngu virkjanakostina. Sem eru kannski svona í lengri framtíð,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnarandstaðan og formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar hafa sagt að það samræmist ekki lögum um rammaáætlun að færa umræddar sjö virkjanir úr biðflokki í nýtingarflokk. „Það er auðvitað þannig að við erum með skýran lagaramma um það hvernig verkefnisstjórn um rammaáætlun vinnur og það er mjög mikilvægt að þar sé unnin fagleg og ópólitísk vinna. Það er líka að okkar mati ekki eðlilegt að að framkvæmdavaldið sé að setja mikinn þrýsting og fingraför á tillöguna eins og gerðist í tíð síðustu ríkisstjórnar og frægt er með bókinni Ár drekans hans Össurar 8Skarphéðinssonar). Hins vegar er eðlilegt að þingið geti fjallað um málið. Hversu víðtæk þau völd er svolítið þingsins að meta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Umhverfisráðherra segir mikilvægt að framkvæmdavaldið skipti sér ekki með pólitískum hætti að forgangsröðun virkjanakosta í landinu en Alþingi hafi rétt til að fjalla um þessi mál. Hann telur aftur á móti ekki skynsamlegt að setja allar þær virkjanir í nýtingarflokk sem formaður atvinnuveganefndar leggur til. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði til að sjö virkjanakostum yrði bætt við tillögu umhverfisráðherra um að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra segir formann nefndarinnar hafa rædd hugmyndir sínar við hann. „En það kannski kom flatt upp á mig að tillagan kæmi fram á þessum tíma. Áður en við höfðum haft ráðrúm til að ræða þetta m.a. í þingflokki Framsóknarmanna eins og komið hefur fram,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi geti hins vegar gert hluti sem framkvæmdavaldið geti ekki þegar kemur að rammaáætlun og almennri lagasetningu. „Ég lagði auðvitað ekki fram þessa tillögu, heldur bara um einn kost. Ég hef hins vegar sagt að mér þætti það eðlilegt að þingið hefði svigrúm til að skoða fleiri kosti,“ segir umhverfisráðherra. Aftur á móti hafi hann einnig sagt að það væru ekki allir þeirra kosta skynsamlegir sem formaður atvinnuveganefndar leggur til að fari í nýtingarflokk. „Við getum nefnt kosti eins og Skrokköldu og hágöngu virkjanakostina. Sem eru kannski svona í lengri framtíð,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnarandstaðan og formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar hafa sagt að það samræmist ekki lögum um rammaáætlun að færa umræddar sjö virkjanir úr biðflokki í nýtingarflokk. „Það er auðvitað þannig að við erum með skýran lagaramma um það hvernig verkefnisstjórn um rammaáætlun vinnur og það er mjög mikilvægt að þar sé unnin fagleg og ópólitísk vinna. Það er líka að okkar mati ekki eðlilegt að að framkvæmdavaldið sé að setja mikinn þrýsting og fingraför á tillöguna eins og gerðist í tíð síðustu ríkisstjórnar og frægt er með bókinni Ár drekans hans Össurar 8Skarphéðinssonar). Hins vegar er eðlilegt að þingið geti fjallað um málið. Hversu víðtæk þau völd er svolítið þingsins að meta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira