Innlent

„Afi feiti“ ekki enn fundinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Móðir annars drengsins heyrði fyrir tilviljun samtal sonar síns við vin sin um hvort þeir ættu að fara heim til „afa feita“.
Móðir annars drengsins heyrði fyrir tilviljun samtal sonar síns við vin sin um hvort þeir ættu að fara heim til „afa feita“. Vísir / Getty Images
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur ekki enn haft hendur í hári meintum barnaníðingi sem kallaður hefur verið „Afi feiti“. Foreldrar tveggja fimm ára gamalla drengja í Kórahverfinu í Kópavogi hafa lagt fram kæru á hendur manninum. Maðurinn á að hafa boðið drengjunum heim til sín með loforðum um sælgæti og teiknimyndir þar sem hann mun hafa sýnt þeim kynfæri sín.

„Rannsóknin er í gangi ennþá en vísbendingar sem við höfum fengið hafa ekki leitt til handtöku,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn aðspurður um stöðu rannsóknarinnar. Drengirnir tveir geta ekki vísað veginn heim til mannsins. Skýrsla hefur verið tekin af þeim í Barnahúsi.

Björn Einarsson, faðir annars drengsins og körfuboltaþjálfari í Keflavík, birti opið bréf á Facebook-síðu sinni þar sem hann auglýsti eftir manninum. Í bréfinu sagði Björn að barnsmóðir hans hafi fyrir tilviljun heyrt samtal fimm ára sonar þeirra og vinar hans þar sem þeir ræddu hvort þeir ættu að fara út að leika á skólasvæðinu eða fara heim til „Afa feita“.


Tengdar fréttir

Drengirnir rata ekki heim til „afa feita“

Rannsókn kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á meintum barnaníðingi stendur yfir. Búið er að kæra manninn út af tveimur brotaþolum, fimm ára gömlum vinum.

Leitar „Afa feita“ sem lokkar fimm ára drengi heim til sín

Björn Einarsson, faðir og körfuboltaþjálfari í Keflavík, birti fyrr í kvöld opið bréf á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir mann sem kallar sig „Afi feiti“ hafa platað unga drengi í Kórahverfi heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×