Innlent

Átta prósent íslenskra barna bjuggu við skort á síðasta ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Algengara eru að börn sem eiga foreldra undir 30 ára aldri búi á heimilum undir lágtekjumörkum og sem skortir efnisleg gæði.
Algengara eru að börn sem eiga foreldra undir 30 ára aldri búi á heimilum undir lágtekjumörkum og sem skortir efnisleg gæði. Vísir
Á síðasta ári bjuggu rúmlega átta prósent barna á heimilum þar sem efnisleg gæði skorti. Rúmlega níu prósent barna bjuggu á sama tíma á heimilum undir lágtekjumörkum. Hlutfall barna á heimilum undir lágtekjumörkum er hærra en heildarhlutfall landsmanna, óháð aldri. Börn einstæðra foreldra líklegri en önnur til að búa við bág lífskjör.

Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofan birti í dag. Þar kemur einnig fram að tíðni skorts á efnislegum gæðum og lágtekjuhlutfallið hafi verið svipað á meðal barna á árunum 2010-2013 og árin 2004-2007. Árið 2012 var Ísland í sjöunda lægsta hlutfall barna sem skorti efnislægt gæði í Evrópu en með næstlægsta hlutfall barna undir lágtekjumörkum.

Algengara eru að börn sem eiga foreldra undir 30 ára aldri búi á heimilum undir lágtekjumörkum og sem skortir efnisleg gæði en þau sem eiga að minnsta kosti annað foreldri 30 ára eða eldri. Samkvæmt Hagstofunni eru 36,5 prósent barna sem eiga unga foreldra á heimilum undir lágtekjumörkum.

Árið 2013 voru tæplega 31 prósent barna einstæðra foreldra undir lágtekjumörkum og fjórðungur skorti efnisleg gæði. Til samanburðar voru rúmlega sex prósent barna sem deildu heimili með tveimur fullorðnum undir lágtekjumörkum og um fjögur prósent skorti efnisleg gæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×