Innlent

Eldur í JL húsinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Deilur eru um framkvæmdir í húsinu en því á að breyta í gistiheimili.
Deilur eru um framkvæmdir í húsinu en því á að breyta í gistiheimili. Vísir / Stefán
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í dag vegna elds í JL húsinu við Hringbraut. Búið að var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn en slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er þeirri vinnu að ljúka.

Nánari upplýsingar um atvikið liggja ekki fyrir og gat varðstjóri hjá slökkviliðinu ekki staðfest að eldurinn hafi komið upp þar sem fólk hefur hreiðað um sig í húsinu eða þar sem framkvæmdir standa yfir. Hústökufólk hefur lagt undir sig tvær efstu hæðirnar í húsinu til að mótmæla framkvæmdum sem þar standa yfir en breyta á húsinu í gistiheimili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×