Innlent

Hafnaði á hvolfi út í skurði við Kotströnd

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar skrifar
Ökumaðurinn gekk út úr bílnum alheill en hann var einn á ferð og í öryggisbelti.
Ökumaðurinn gekk út úr bílnum alheill en hann var einn á ferð og í öryggisbelti. Vísir/Magnús Hlynur
Ungur ökumaður úr Hveragerði, sem var á leiðinni heim til sín frá Selfossi á öðrum tímanum í dag, varð heldur betur heppinn að sleppa án meiðsla þegar hann velti bíl sínum út í skurð við Kotströnd í Ölfusi.

Ökumaðurinn gekk út úr bílnum alheill en hann var einn á ferð og í öryggisbelti. Tveir sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á staðinn, auk lögreglubíls en lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.

Veltan varð við Kotströnd í ÖlfusiVísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×