Innlent

Líkamsárás á Frakkastíg

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Myndin er af vettvangi glæpsins og girti lögregla svæðið af um tíma í dag eftir árásina.
Myndin er af vettvangi glæpsins og girti lögregla svæðið af um tíma í dag eftir árásina. Mynd/Ágústa
Alvarleg líkamsárás varð á Frakkastíg fyrir neðan Laugarveg í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Tveir lögreglubílar vörnuðu fólki aðgangi að svæðinu beggja vegna en hluti götunnar var afgirtur. Vinna stendur yfir eins og er og getur því lögregla ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu brutust út slagsmál sem enduðu með hnífstungu í andlit manns og handtók lögregla alla aðila í kjölfarið. Ferðamenn sem urðu vitni að atvikinu segja mennina hafa verið undir áhrifum eiturlyfja en þetta hefur ekki fengist staðfest af lögreglu. 

Friðrik Smári Björgvinsson fer fyrir rannsókninni en ekki hefur náðst í hann. Opnað hefur verið fyrir umferð um Frakkastíg á ný.

Búið er að loka aðgangi að svæðinu.
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×